Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 67
Atli Harðarson Lýðræði, vísindaleg stjórn og málamiðlun Platons Gríski heimspekingurinn Platon fæddist einhvern tíma í kringum 427 f.Kr. og dó um það bil 80 árum síðar. Hann ólst upp og starfaði mestalla æfi í Aþenu sem bæði var háborg grískra mennta og lengi vel voldugasta ríki hins gríska menningarheims. Fræðimenn sem fjalla um hugmyndasögu eru á einu máli um að fáir eða engir hafí haft jafnmikil áhrif á hugsunarhátt og menningu Evrópubúa. Hins vegar greinir menn á um hvort þessi áhrif hafi fremur verið til góðs eða ills. Einn af frægustu andstæðingum Platons á okkar tímum er vísindaheim- spekingurinn Karl Popper. Hann var Austurríkismaður en flutti úr landi nokkru áður en nasistar náðu þar völdum. Alla tíð síðan var Popper ákafur talsmaður lýðræðis og beitti sér gegn stjórnmálastefnum sem honum þóttu bera keim af hugmyndafræði Hitlers og hans nóta. Frægasta stjórnspekirit Poppers er Opna samfélagið og óvinirþess.1 Það kom út árið 1945. Fyrri hluti þessa rits fjallar um Platon. Popper lýsir honum í senn sem afturhaldssömum skýjaglóp og slyngum áróðursmanni sem tælir fólk til fylgis við hættulegar villukenningar. Hann heldur því fram að heimspeki Platons sé ein helsta uppspretta alræðishugmynda á borð við kommúnisma og nasisma og að í þessa uppsprettu hafi harðstjórar og valdníðingar sótt rök fyrir sínum vonda málstað. Seinni hluti ritsins fjallar svo um Hegel og Marx. Síðan Opna samfélagið og óvinir þess kom út hafa margir frjálslyndir stjórnspekingar tekið í svipaðan streng og gert heldur lítið úr stjórnvisku Platons. í bók sinni Hvar á maðurinn heima? fjallar Hannes H. Gissurarson meðal annars um stjórnmálaheimspeki Platons. Hann andmælir túlkun Poppers og lýsir efasemdum um að alræðisstefnur nútímans séu runnar undan rifjum Platons. Samt lýsir Hannes Platoni sem alræðissinna og gefur í skyn að þótt hann hafi verið manna andríkastur þá hafi hann lítið lært af reynslunni og skilningur hans á veruleika stjórnmálanna því verið ósköp takmarkaður.2 Hægt er að rekja ýmsa þræði úr hugmyndafræði alræðisherra og þeirra sem vilja auka vald ríkisins á kostnað einstaklingsfrelsis aftur í rit eftir þá Hegel og Marx. En hvað um Platon? Seilast menn um hurð til loku þegar TMM 1996:4 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.