Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 70
Prótagóras heldur svo áfram og segir að aðeins sumir séu hafðir með í ráðum þegar rætt er um tæknileg efni eins og byggingar, en þegar rætt sé um stjórnmál þá hlusti Aþeningar á skoðanir allra því þeir álíti alla búa yfir þeim dyggðum eða hæfni sem stjórnmál byggjast á. Svo bætir hann því við að þessi hæfni sé ekki meðfædd heldur kennd. Til að rökstyðja þessa skoðun sína setur Prótagóras fram kenningu um félagsmótun og uppeldi sem gerir ráð fyrir að allir borgararnir taki þátt í að temja hverri nýrri kynslóð stjórnvisku og borgaralegar dyggðir. Þeim rökum, sem Platon leggur Sókratesi í munn, að ekki séu til neinir sérfræðingar í dyggðum og stjórnvisku sem geti kennt öðrum, svarar Prótagóras með því að benda á að tungumálið sé kennt en það sé enginn sérstakur hópur kennara því börnin læri það af öllum. Með sögu sinni og rökræðum sem á eftir koma hafnar Prótagóras því að rétt sé að gera greinarmun á sérfræðingum og leikmönnum í stjórnmálum eins og gert er í byggingarlist, læknisfræði og fleiri greinum. Meginboðskap- ur Prótagórasar er að allir menn hafi vit á því hvað er réttlátt og hvað ranglátt og í umræðum um stjórnmál sé best að sjónarmið allra komi fram. Þessum meginboðskap hafnaði Platon. Saga Prótagórasar kennir líka að menn þurfi kunnáttu til að lifa saman og þessi kunnátta flytjist milli kynslóða með svipuðum hætti og tungumálið. í þriðja lagi segir saga Prótagórasar að undirstöður stjórnlistarinnar séu réttlæti og virðing fyrir öðrum og þetta tvennt sé gjöf frá sjálfum Seifi. Prótagóras var eins og Sókrates uppi á helsta blómaskeiði aþenska lýð- ræðisins. Þetta blómaskeið stóð ekki lengi. Aþeningar voru frekir til fjár og skattlögðu nágranna sína ótæpilega. Ríkin á Pelópsskaga sameinuðust því undir forystu Spörtu og ákváðu að brjóta veldi Aþenu á bak aftur. Stríð braust út árið 431. Höfðingjasinnar í Aþenu reyndu nokkrum sinnum að semja frið við Spartverja, en lýðræðissinnar vildu berjast svo ekkert varð úr friðarsamningum. Stríðið stóð með hléum til 405 þegar Aþeningar biðu loks ósigur. Þá var meira en helmingur frjálsra karla fallinn og ríkið gjaldþrota. Platon ólst upp á þessum niðurlægingartímum og eins og mörgum öðrum þótti honum sem lýðræðissinnar hefðu stefnt ríkinu í glötun, fyrst með óhóflegri skattheimtu og taumlausri fjárplógsstarfsemi og svo með glanna- legu hernaðarbrölti. En þótt Platon hafi verið hallur undir höfðingjaflokkinn örlar sums staðar í ritum hans á samúð með málstað fátæklinga. Hann var líka fylgjandi auknum rétti kvenna, en konur nutu nær engra borgararétt- inda og var staða þeirra um margt lík þeirri sem konur í löndum múslima mega búa við nú á dögum. Eftir ósigurinn í Pelópsskagastríðinu komust höfðingjar til valda í Aþenu. Stjórn þeirra varð skammlíf og ferill hennar blóði drifmn. Forystumenn og málsvarar lýðræðissinna voru hundeltir og myrtir miskunnarlaust. Nokkrir 68 TMM 1996:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.