Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 111
loft. Litanotkun er einnig sérstæð og hið mystíska tengist oftar en ekki hvíta litn- um í ljóðum Litabókar, sem myndar skemmtilega andstæðu við hina al- svörtu bókarkápu. Þorsteinn J. sýnir í Litabók sinni að hann býr yfir ótvíræð- um skáldskaparhæfileikum. Hann hefur mótað sér persónulegan stíl og það er geðþekkur blær í þessari ágætu frumraun ungs skálds. Guðbjörn Sigurmundsson Ilmur úr æsku Jakobína Sigurðardóttir: 1 barndómi. Mál og menning 1994, 105 bls. „Þessi hefilspónahrúga er alltaf jafn heillandi, ævintýri að virða fyrir sér breiða, þunna spænina með ótal mynd- um þegar ég ber þá móti birtu dags- ins ... Innan stundar verður það að eldi og ösku undir kaffivatninu hennar mömmu“ Jakobína hefur gengið inn í smíða- skúr pabba síns í Hælavík á Horn- ströndum í upphafi ferðar um æsku- slóðir sínar. Ferðar sem á sér stað í minninu. í minningunni um smíða- skúrinn er önnur minning um að hafa verið send eftir hefilspónum, svo hægt sé að skerpa undir kaffivatninu. Og víst má segja að þessi mynd úr smíðaskúrn- um sé táknræn fyrir þá aðferð sem Jak- obína notar til að kljást við tímann, sem er myrkur og þoka og læstar dyr, þar sem hún reynir að rifja upp nógu mikið úr æsku sinni til að búa sér heildstæða mynd. Það er eins og hún lyfti hefilspæni upp í birtu dagsins og skoði ótal myndir áður en líf hennar hverfur; skoði það sem gengur af þegar tíminn hefur smíð- að mannsævi. Það er þó ekki nein venjuleg endur- minningabók sem Jakobína er að skrifa hér, heldur er hún að kljást við minnið, sem hún hafði litið á sem „sjálfsagt og óbrigðult“ — og tímann. Mannsævin er samfelldur tími, en samt eru Jakobína og æskustöðvarnar „ekki í sama tíma.“ I minninu er þoka og tíminn er myrkur. Hún ratar ekki um bæinn þegar hún kemur að honum. HÚSÍð „Ég tek í klinkuna á útidyrahurðinni og opna. Geng inn í bæinn án þess að hirða um hvort ég rata. Sólin skín að áliðnum degi.. . Bæjardyrnar læt ég vera opnar fyrir skini hennar á hurðina sem veit að eldhúsi mömmu . . .“ Það er myrkur inni í bænum þegar hún byrjar að skoða hann; gengur úr einu herbergi í annað, leitar að ljóstýru — frá lampa, frá lukt, frá glugga til að litast um, skoða hvað húsið hefur að geyma. Eftirmiðdagssól- in varpar ekki sínum skærustu geislum inn í húsið sem hún kannar og því er nokkuð skuggsýnt á þessu ferðalagi. Hún lítur í kringum sig í eldhúsinu, finnur ylinn frá eldavélinni, horfir á liti á kaffikönnu og bollum, man smáhluti, en ratar ekki um eldhúsið. Fetar sig upp stigann, upp á loftið í baðstofuna. Þrep- in. Ekki svo mörg á daginn, kannski níu eða tíu, eða fjögur eða fimm, „en þegar skuggsýnt er og í myrkri á kvöldin gætu þau alveg eins verið hundrað.“ Stað- reyndir eru afstæðar; velta á tilfinning- um sem hrærast með barni þar sem það gengur um húsið. Gengur að austurglugga baðstofunn- ar, horfir út og sér garðinn þar sem kon- ur og börn börðust við náttúruöflin, reyndu að rækta rófur og kartöflur, sem landið hafnaði en gaf í staðinn hvönn og ber. Vesturglugginn er útsýnisgluggi „til hafsins, til heimsins langt í burtu frá þessari vík . . .“ hins síbreytilega hafs TMM 1996:4 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.