Ský - 01.01.2006, Side 9

Ský - 01.01.2006, Side 9
 sk‡ 9 Stutt og laggott K jaftfor glysgella sem ögrar öllum í kringum sig. Hálf- gerður anti-kristur sem trúir að kaupa megi öll heimsins gæði og verulega ýkt persóna. Á þessa lund má lýsa sjón- varpsfígúrunni Silvíu Nótt, sem slegið hefur rækilega í gegn síðustu mánuði og var meðal annars kjörin Sjónvarpsmaður ársins á Edduhátíðinni sl. haust, kynþokkafyllsta kona landsins og fulltrúi Íslands í Evróvisjón. Hún er sannfærandi vegna raunveru- legrar skírskotunar til samtímans og margir trúa margir að hún sé til. En Silvía Nótt finnst hvorki í símaskrá né finnst í katalógum Hagstofunnar, þó svo hún komi upp á 32 þúsund heimasíðum á Netinu sé nafn hennar slegið inn á leitarvélina Google. Talan er nán- ast ýkjukennd, en dagsönn þó. Stórskemmtileg og hæfileikarík stelpa En hver er stúlkan að baki Silvíu Nótt? Sú heitir Ágústa Eva Erlendsdóttir, 23ja ára Reykjavíkurmær, dóttir þeirra Sig- urdísar Sveinsdóttur textílhönnuðar og Erlends Magn- ússonar, húsasmiðs og tréskurðarmeistara. Hún er uppalin í Hveragerði og síðar á Hvolsvelli, þar sem faðir hennar reisti á sínum tíma lítið víkingaþorp í útjaðri byggðarinnar. Stúlkan á því ekki langt að sækja listræna hæfileika. Eftir grunnskóla lá leiðin aftur til borgarinnar, þar sem Ágústa Eva nam við Menntaskólann í Kópavogi. Kom þá nærri leiklist í félagsstarfi skólans og af því má ráða hvar taugar hennar og áhugasvið liggur. Þá var hún meðal þátttakenda í uppfærslu á söng- leiknum Hárinu í Austurbæ sumarið 2004 og á útmánuðum í fyrra byrjaði hún að syngja með hljómsveitinni Ske. „Ágústa Eva er stórskemmtileg og hæfileikarík stelpa. Létt á því, kæruleysisleg en líka mjög fagmannleg í því sem hún gerir. Eðalmann- eskja. Hún er mjög ólík Silvíu myndi ég segja, þó svo húmorinn sem býr til Silvíu sé frá henni kominn. Hins vegar eru margar stelpur til sem eru mjög líkar Silvíu, hvort sem fólk trúir því eða ekki. Mér sýnist hún vera ýkt útgáfa af ákveðinni týpu sem er til,“ segir Guðmundur Steingrímsson, forsprakki sveitarinnar, aðspurður um söngkonuna Ágústu Evu, „Hún er góð söngkona og augljóslega fín leikkona líka. Búin að gera megastjörnu úr karakternum sínum, sem allir elska að hata eða hata að elska. Þetta er nokkuð góður spuni.“ Reykás og raunveruleg Þættirnir um Silvíu Nótt fóru í loftið síðastliðið sumar á Skjá einum og fengu strax mikla eftirtekt og náðu vinsældum. Kannski einfald- lega vegna þess að eitthvað sannfærandi var í karakternum. Reyndar er ekki úr vegi að skoða Silvíu í samanburði við aðrar tilbúnar sjón- varpspersónur sem hafa orðið þjóðareign. Þar er nærtækt að nefna Ragnar Reykás, sem Sigurður Sigurjónsson hefur gert ódauðlegan í Spaugstofunni. Kannski vegna þess að nóta Ragnars má svo víða finna; menn sem skipta um skoðun eftir því hvernig vindarnir blása og tala eins og þeir ætla að viðmælanda sínum best líki. Svo ístöðulitlar sálir eru víða á sveimi. Og Silvía Nótt á sömuleiðis margar sínar líkar; í markaðsþjóðfé- lagi nútímans trúa margir hinu sama og hún; að allt verði keypt og gleðin felist í glamúr- num og fáist fyrst og síðast í hinu efnislega. „Það besta við Silvíu Nótt fannst mér að hér steig fram á sjónarsviðið persóna sem var ýkt, en samt varð ekki betur séð en að gríð- arlega margir héldu að hún væri raunveruleg. Og allt þetta fólk hafði allt á hornum sér út af henni. Var að missa sig yfir orðanotkun hennar og íslenskukunnáttu og hvað hún væri heimsk og mikil dræsa. Að hún skyldi til dæmis voga sér að gera grín að fólki í Kolaportinu,“ segir Guðmundur Steingrímsson. „Mér finnst gaman hvernig Silvía Nótt hefur laðað fram alla þessa dómhörku í samfélaginu og látið hana dynja á sér. Það sýnir hvað þjóðfélagið er í raun fattlaust. Ég held að þetta fattleysi hljóti að hafa farið fram úr björtustu vonum framleiðenda þáttanna.“ Hún heitir Ágústa Eva Erlendsdóttir, 23ja ára Reykjavíkur, dóttir þeirra Sigurdísar Sveinsdóttur textílhönnuðar og Erlends Magnússonar, húsasmiðs og tréskurðarmeistara. Hún er uppalin í Hveragerði og síðar á Hvolsvelli. Silvía Nótt. Á bak við gervið er Ágústa Eva Erlendsdóttir söngkona í hljómsveitinni Ske. Sjónvarpsgellan Silvía Texti: Sigurður Bogi Sævarsson • Mynd: Páll Sefánsson Stutt og laggott sky ,

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.