Ský - 01.01.2006, Síða 19

Ský - 01.01.2006, Síða 19
„Ég hef meðal annars lært það að Íslend- ingar geta verið jafnkaldir og landið er stundum. Þetta meina ég ekki illa, en það er oft næstum ókleift að nálgast ykkur og mynda persónuleg tengsl. Það er eins og þið hleypið útlendingum ekki að hjarta ykkar. Þetta reyndist mér erfitt þar sem ég er mjög félagslynd. Það olli mér líka vonbrigðum að upplifa það að fólk er yfirleitt vingjarnlegra og opnara eftir að hafa neytt áfengis!!! Hins vegar hef ég eignast marga kunningja hér og það auðveldar mér að búa hér.“ Hvað kom þér mest á óvart við Ísland? „Hversu margir sem hér búa vinna störf sem aðeins svartir í Namibíu vinna við. Einnig hversu vinnusamir Íslendingar eru, en efnis- hyggjan er í of miklu fyrirúmi og mér finnst íslensk börn oft vanþakklát - og það er nokkuð sem ég get ekki sætt mig við.“ En svona almennt, finnst þér Íslendingar fordómafullir? „Já, og það veldur vonbrigðum og særir. Þegar ég flutti hingað var ég tilbúin að gefa allt af mér til að verða hluti af Íslandi, en mætti svo þessum heimi kynþáttafordóma, ég var metin og dæmd eftir menntun minni, húðlit og barnið mitt átti erfitt uppdráttar í skólanum. Þótt þetta hljómi neikvætt er ég ekki að kvarta því þessi reynsla gerði mig að sterkari manneskju og gerir það að verkum að mig langar enn meira til að búa hér í mjög langan tíma!“ Eru fordómar meira áberandi í einum aldursflokki en öðrum? „Já, greinilega hjá þeim sem eldri eru því það eru þeir sem leggja línurnar. Grunnurinn er á heimilunum og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Ef börn heyra slæmar athuga- semdir eða illa talað um fólk, hvort sem það eru svartir eða hvítir, fara þau með þau viðhorf út í samfélagið algjörlega ómeðvituð um hversu djúpt þau geta sært með ljótum athugasemdum sínum.“ Eru karlmenn og konur jafnfordómafull? „Fordómar eru alls staðar. Karlmenn sjá erlenda konu og spyrja: „Hvað kostarðu?“ og konur líta á okkur sem einhverja ógn. Hvers vegna í ósköpunum? Mér virðist sem sá misskilningur sé í gangi að við séum hingað komin í einhverjum annarlegum tilgangi. Hvenær mun þjóðin skilja það að flestir útlendingar koma hingað til að hefja nýtt og betra líf og gefa börnum sínum tæki- færi til betri menntunar og betra líf? Er það ekki af sömu ástæðu og Íslendingar flytja til útlanda?“ Hefur þú orðið vör við fordóma gagnvart heimalandi þínu? „Já,mér hefur verið sagt að fara aftur upp í tréð, þaðan sem ég hafi komið; ég hef verið skömmuð fyrir stjórnina í heimalandi mínu og forsetann ... Í mínum huga eru þetta mjög heimskulegar og barnalegar athuga- semdir, sem sýna mér hversu lítið vit sumir Íslendingar hafa á umheiminum. Ég verð líka ennþá, því miður, vör við fordóma gagn- vart litarhætti mínum, en mér hefur lærst að taka það ekki nærri mér. Samt sem áður særir það mig þegar ég sé syni mína þrjá verða fyrir slíku aðkasti. Ég kenni þeim að aðeins þröngsýnir tali á þennan hátt, þeir séu fallegir drengir og eigi að standa með sjálfum sér og vera þeir sjálfir. Guð skapaði okkur öll á sinn hátt - á margvíslegan hátt. Við höfum öll hlutverki að gegna í lífinu, sama hver lit- arháttur okkar eða trú okkar er. Hins vegar finnst mér Íslendingar ekki sýna fordóma gagnvart trúarbrögðum.“ Claudette segist sjá fordóma víða í samfélaginu, í skólunum og á vinnu- markaði: „Fólk sem maður vinnur með eða vinnur fyrir lætur sem það sjái þetta ekki, en það gerði gagn ef tekið væri á hlutunum af festu.“ Annað sem Claudette finnst erfitt að sætta sig við eru fordómar gagnvart menntun eða menntunarleysi: „Margir útlendingar þurfa að byrja frá grunni þegar þeir flytja hingað. Þá virðist engu skipta hvaða menntun þeir hafa að baki, hvort þeir hafi starfað sem læknar, kennarar, prófessorar, jafnvel geim- farar í sínu heimalandi, þá er eins og þeir séu einskis virði þegar þeir flytjast hingað. Mörg okkar hafa þurft að vinna störf sem við höfum aldrei unnið áður, í fiski eða við hreingerningar svo dæmi séu tekin. Guð skapaði okkur öll Lucienne Claudette Jantjies er frá Namibíu og hefur búið hér á landi í sex og hálft ár. Hún starfar við hugbúnaðarfyrirtæki og segir að sér líki vel að búa hér þótt hún hafi vissulega átt sínar erfiðu stundir: sk‡ 19 Fordómar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.