Ský - 01.01.2006, Síða 21

Ský - 01.01.2006, Síða 21
 sk‡ 21 „Mér fannst ekki erfitt að flytjast til Íslands því ég var svo heppin að koma hingað til að starfa fyrir góða, íslenska fjölskyldu. Ég verð alltaf þakklát þessum gestaforeldrum mínum, þau eru mér einstaklega góð og eru yndislegar manneskjur. Mér líkar mjög vel að búa hér, hér er rólegt miðað við heima- land mitt, Reykjavík er lítil borg sem auðvelt er að ferðast um, mjög öruggur staður til að búa á og mér finnst framtíð mín betur tryggð hér á landi en í Litháen.“ Almennt finnst Jurgitu Íslendingar ekki fordómafull þjóð: „Þið eruð opin og frjálslynd, en ég hef þó heyrt sögur um fordóma gagnvart fólki af öðrum kynþáttum. Fyrst þegar ég kynntist Íslendingum fannst mér þeir svolítið einangr- aðir í sínum málum og ekki vilja horfast í augu við erfiðleika, en eftir að hafa náð að kynnast þeim hef ég séð að þið getið verið afskaplega opin og gott fólk að eiga sam- skipti við.“ Að mati Jurgitu er eldra fólk meira á varð- bergi gagnvart útlendingum, sérstaklega ef þeir tala ekki íslensku: „Yngra fólkið finnst mér frjálslegra, en ég verð meira vör við fordóma hjá konum en körlum. Sjálf hef ég aldrei orðið fyrir for- dómum, hvorki gagnvart sjálfri mér né heima- landi mínu. Mér virðast fordómar helst vera í garð fólks af öðrum kynþætti, en þið eruð skilningsrík gagnvart trúarbrögðum. Ég held að fordómar komi upp af ólíkum aðstæðum; vegna tungumáls, kynþáttar eða persónu- leika viðkomandi og þannig held ég að það hljóti að vera um allan heim. Þið eruð hins vegar algjörlega fordómalaus gagnvart sam- kynhneigð, ástarsamböndum fólks af ólíkum litarhætti eða gagnvart aldursmun. Sjálf hef ég ekki upplifað fordóma gagnvart menntun eða menntunarleysi og mér finnst hæfileiki einstaklingsins og þekking hans fá að njóta sín hér eftir að maður hefur náð tökum á tungumálinu.“ Jurgitu finnst Íslendingar ekki fordóma- fyllri en gerist og gengur en hins vegar megi greina meiri aðdáun á Norðurlandabúum, sérstaklega Dönum: „Og þið eruð eðlilega meira á varðbergi gagnvart löndum sem hafa slæmt orð á sér...“ En eru fordómar í Litháen? „Já, mjög miklir. Við horfumst í augu við mikinn fjölda innflytjenda frá Asíu og í Lit- háen eru miklir fordómar gagnvart öðrum menningarheimum. Ísland er hins vegar að verða fjölmenningarlegt samfélag og þið eruð reiðubúin að deila ykkar menningu með menningu annarra landa án þess þó að missa þjóðarstoltið ykkar. Íslendingar eru kurteisir og almennilegir við ferða- menn sem hingað koma og þið ferðist líka mikið. En jafnvel þótt þið séuð víðsýn og skilningsrík, má greina smá svona „þjóðar- rembing“ hjá ykkur: „Heima er best“!!!“ Hvernig telur þú best að útrýma fordómum? „Hjá mér eru fordómar það sama og framkoma. Því sjálfstæðari sem löndin eru og því meira sem þau vita á hvaða grunni þau byggja, þeim mun minni fordómar og meira frelsi.“ Meiri aðdáun á Norðurlandabúum Jurgita Stulpinaité er frá Litháen. Hún hefur búið hér á landi í fimm ár, er menntaður tækniteiknari og hefur síðasta árið unnið á arkitektastofu. Fordómar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.