Ský - 01.01.2006, Side 32

Ský - 01.01.2006, Side 32
 32 sk‡ ónas Jónsson ráðherra frá Hriflu breytti Íslandssög- unni. Hann var eldheitur og rómantískur þjóðernis- sinni en fyrst og síðast bar- dagamaður sem skeytti um fátt og allra síst fyrirstöðu, hefði hann ákveðið að gera hugmyndir sínar að veruleika. Eftir fimm ára setu hans í dómsmálaráðuneytinu, frá 1927 til 1932, var þjóðfélagið sem endurskapað - og víða átti Jónas eftir að hafa áhrif síðar sem einn stílfærasti maður sinnar kynslóðar. Það segir nokkra sögu um Jónas og þá úfa sem risu um hann í lifanda lífi að enn í dag - nær fjörutíu árum eftir að hann lést og meira en ríflega hálfri öld eftir að formlegum stjórn- málaafskiptum lauk - taka fæstir afstöðu til mannsins, hugmynda eða verka nema skipt- ast í fylkingar. Hlutleysi er tæpast til. Alþýðan til valda Einhver kynni að svara spurningunni um fyrir hvað Jónas frá Hriflu stóð á þann veg að segja héraðsskólana, sem risu í því sem næst hverju héraði landsins á þriðja og fjórða ára- tug tuttugustu aldar, hafa verið stærsta afrek ráðherratíðar hans. Jafnframt þeim var farið í margvíslegar aðrar framkvæmdir, þá ekki síst úti í hinum dreifðu byggðum. Það svar er í sjálfu sér rétt, svo langt sem það nær. En líklega hæfir betur að segja að sú mikla sókn sem hófst í skólamálum, sem og mörgum fleiri málum fyrir og eftir 1930, undir forystu Jónasar, hafi byggst á hugsjón hans um að koma alþýðunni til valda. Eða eins og hann sjálfur sagði: „Fyrir aldar- fjórðungi stóð ég um fárra ára skeið fyrir nokkrum þeim sjaldgæfu tilraunum, sem hafa verið gerðar hér á landi til að láta alla vera jafna fyrir lögunum, en það reyndist ekki friðarstólaverk,“ er haft eftir honum í bókinni Samtöl við Jónas sem Indriði G. Þor- steinsson skráði. Opnar veraldir og mannheima Jónas Jónsson fæddist á bænum Hriflu í Ljósavatnsskarði hinn 1. maí 1885. „Bláfá- tækum bændahjónum á rýrðarkoti í íslenskri sveit fæðist sveinn á harðindaárum meðan allt er enn í viðjum og lífi í landinu í áþján- ingskyrkingi,“ segir Andrés Kristjánsson rit- stjóri í bókinni Samferðamenn. Þar segir hann að Jónas hafi alist upp við nauman kost í foreldrahúsum en hafi hins vegar notið „linda þeirra bókmennta, sem íslenskt bændafólk bergði oft og einatt því fastar af, sem meira kreppti að eða minna var um heimsins munað. Lestur og aftur lestur þess sem til næst verður honum lífsnautn hverrar frjálsar stundar, opnar honum veraldir og mannheima, þar sem fjór hugur hans gróður- setur skóga hugmynda.“ Á unglingsárum fór Jónas til náms við Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi 1905. Ári síðar hélt hann til náms við lýðháskólann í Askov á Jótlandi í Dan- mörku og dvaldist síðar um skeið í Bretlandi til að kynna sér skólamál. Árið 1909 kom hann heim og hóf kennslu við Kennaraskóla Íslands og sinnti því starfi næsta áratuginn, einmitt á þeim tíma þegar hann hóf stjórn- málaafskipti. Árið 1911 var hann ráðinn ritstjóri Skinfaxa, blaðs Ungmennafélags Íslands, og skrifaði þar um „ ... hugsjóna- mál þeirra og þjóðmál á þann veg að vakti þjóðina til nýrrar athygli þegar í stað,“ segir Andrés Kristjánsson í áðurnefndri grein. Árið 1919 varð Jónas skólastjóri Samvinnu- skólans og allt fram til 1955. Í því starfi og með greinaskrifum sínum varð hann einn helsti hugmyndafræðingur íslenskra samvinnumanna um langt skeið. Stofnaði tvo stjórnmálaflokka Jónas frá Hriflu hefur gjarnan verið sagður meginarkitekt íslenska flokkakerfisins. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru báðir stofnaðir 1917 og var Jónas í ljósmóðurhlutverki við stofnun beggja flokk- anna. Hugsun hans með því var að alþýðu- fólk skyldi í réttindabaráttu sinni sækja fram innan þessara tveggja flokka: verkafólk í þéttbýli innan Alþýðuflokksins og sveitafólk í Framsóknarflokknum. Kaus Jónas að skipa sér í raðir síðarnefnda flokksins og tók sæti á Alþingi fyrir hans hönd árið 1922. Öflugur áróður Jónasar átti sinn þátt í glæsilegum kosningasigri flokksins sumarið 1927, sem aftur skóp honum oddaaðstöðu þegar kom að stjórnarmyndun. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins tók við völdum síðla þetta sumar undir forsæti Tryggva Þórhalls- sonar, en hún var varin með hlutleysis- stuðningi Alþýðuflokksins. Þannig fengu kratar framgengt ýmsum hagsmunamálum sem flokkur þeirra hafði sett í öndvegi, svo sem byggingu verkamannabústaðanna sem Flutti fjöll með sannfæringu Texti: Sigurður Bogi Sævarsson • Mynd: Morgunblaðið/ Ólafur K. Magnússon J Jónas frá Hriflu er einn áhrifamesti stjórnmálamaður Íslandssögunnar: Stjórnmálamenn

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.