Ský - 01.01.2006, Side 33

Ský - 01.01.2006, Side 33
 sk‡ 33 standa við Hringbraut í Reykjavík. Helstu afrekin sem ríkisstjórnin vann á fyrstu valda- árum sínum, en hún sat fram til 1932, eru annars tíunduð í ítarlegu riti sem gefið var út á hennar vegum árið 1931. Þar segir frá nýjum þjóðvegum, brúm, skólum, varð- skipum, sjúkrahúsum, áveituframkvæmdum og mörgu sem ríkisstjórnin átti frumkvæði að - eða tengdist á einhvern hátt. Stóra bomban springur Jónas Jónsson fór með dómsmálaráðuneytið í ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar og undir hann heyrðu meðal annars heilbrigðismál. Seint verður sagt að sambúð ráðherrans og lækna hafi verið friðsamleg. Læknar höfðu með umsögnum sínum löngum ráðið nokkru um hver úr þeirra röðum fengi einstök emb- ætti héraðslækna sem losnuðu. Í þessum efnum - og öðrum - kaus Jónas hins vegar að fara sínar eigin leiðir og sagðist í blaðagrein ætla í ríkum mæli, meðan hann hefði með veitingu embætta héraðslækna að gera, að fylgja „... óskum þeirra sem eiga að búa við lækninn, en taka ekkert til slettirekusakapar manna, sem kemur ekkert málið við.“ Snemma árs 1930 sagði Helgi Tómasson yfirlæknir á Kleppi konu Jónasar það álit sitt að ráðherrann væri ekki heill á geði. Helgi var heimilislæknir þeirra hjóna. Í framhaldi af heimsókninni skrifaði Jónas grein sína „Stóra bomban“ sem birtist í Tímanum 28. febrúar 1930. Hún hefur af mörgum verið talin blaðagrein allra tíma á Íslandi. Sótti Jónas þar hart að Helga sem aftur svaraði í Morgunblaðinu fáum dögum síðar og tók þar dæmi af skipstjóra, höldnum geðbilun, að sigla skipi sínu úr höfn. „Síðan vill máski til stórslys í ferðinni vegna geðbilunar manns- ins ... Fellur þá ekki nokkur ábyrgð á mig fyrir að hafa ekki gert aðstandendum viðvart í tíma.“ „Enginn haldið á máttugri penna“ Framhald þessa máls varð að Jónas setti Helga Tómasson af sem yfirlækni á Kleppi eftir þetta og var hann utan embættis meðan ráðherrann sat í embætti. Ólafur Thors skipaði Helga svo aftur yfirlækni nokkrum árum síðar. Sjálfsagt er að spyrja hvort yfir- læknirinn hafi haft eitthvað til síns máls. Kristján 10. Danakóngur spurði Jónas að því árið 1930 hvort það væri hann sem hegðaði sér eins og lítill Mussolini. Því verður ekki svarað hér hvort Jónas var veill á geði, en viðurkennt var að Jónas væri geðríkur maður svo mörgum þótti nóg um. Þannig var með Alþýðuflokksmenn og þegar kom að því að þessir flokkar mynduðu saman ríkisstjórn aftur árið 1934 kröfðust þeir þess að Jónas yrði utan stjórnar. Rökrétt hefði þó verið að Jónas yrði forsætisráðherra enda var hann þá orðinn formaður flokksins. Lendingin varð hins vegar sú að tveir af yngstu þing- mönnum flokksins, þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónasson, urðu ráðherrar og varð sá fyrrnefndi forsætisráðherra. Upp frá þessu má segja að farið hafi að fjara undan Jónasi innan Framsóknarflokks- ins, þótt hann væri formaður allt fram til 1944. En áhrifa hans átti eftir að gæta lengi enn. Bæði kom þar til nánast bylting í þjóð- lífinu í ráðherratíð hans en einnig helgast þetta af þeim miklu áhrifum sem Jónas hafði bæði sem skólamaður og greinahöfundur í ýmis blöð. „Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur haldið á máttugri penna,“ segir Andrés Krist- jánsson. „Hið sterka og hreina bændamál þúsund ára fágunar lagðist honum sjálfkrafa á tungu af vörum fólks og lestri bókmennta. Enginn maður kunni betur að nota sög- una sem sjónauka á mannlífið og málefni nútíðar. Minni hans og snjöll rökhugsun gerði honum ætíð tiltækar svo hugfleygar og snjallar líkingar, að hann gat birt mönnum í andrá og örfáum orðum kjarna flókins máls og stundum jaðraði þessi vígfimi við sjónhverfingar.“ Þessi stílfimi sést til dæmis ágætlega í Íslandssögu fyrir barnaskóla sem hann ritaði og var gefin út í kringum 1930. Þær bækur voru kenndar í íslenskum skólum í áratugi og mótuðu öll söguleg viðhorf þjóðarinnar, ekki síst sakir þess að andúðar í garð Dana gætir mjög í þessum bókum, sem ritaðar voru á síðasta skeiði sjálfstæðis- baráttunnar. „Krossfari í heilögu stríði“ En hver er arfleifð Jónasar frá Hriflu og hvað stendur eftir hann? Fyrr eða síðar fennir í flestra spor, ekki síst nú um stundir þegar breytingar í þjóðlífinu eiga sér stað með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. En samt er þessi sókndjarfi og rómantíski þjóð- ernissinni enn í dag furðu nálægur. Hann þykir til dæmis sjálfsagt samanburðartákn í allri upprifjun á Íslandssögunni. Og þar rétt sem fyrrum skiptist fólk í algjörlega andstæðar fylkingar í afstöðu til mannsins og verka hans. Að þessu víkur séra Emil Björnsson, prestur og fréttastjóri, í bók sinni Minni og kynni þar sem hann ber saman þá Jón Sigurðsson forseta og Jónas frá Hriflu. Þeir hefðu báðir, hvor á sinni öld „ ... og hvor með sínum hætti, jafn ólíkir og þeir voru, dýpstu og varanlegustu áhrif á gang sögunnar í sínu landi allra samtíðarmanna sinna, bæði í stjórnmálalegu og menningar- legu tilliti. Annar lifði það rétt að sjá í anda fyrirheitna landið, Ísland frjálst og fullvalda ríki, en það kom í hlut hins að móta hið frjálsa og fullvalda ríki í burðarlið þess og meðan það var að slíta barnsskónum.“ Pólitískir andstæðingar Jónasar hafa ætíð séð í honum persónugerving afturhalds og sérhagsmunastefnu í íslenskri pólitík. Séra Emil er jákvæðari: „Hann vissi að dómur sögunnar félli, þó það yrði ekki fyrr en löngu eftir dauða hans, og beið rólegur þess dóms. Hann efaðist aldrei um hlutverk sitt, köllun sína, málstað sinn, hvort sem hann stóð einn eða umkringdum samherjum. Þessi óskeikulleiki var veikleiki hans en þó umfram allt styrkleiki. Hann leit á sig sem krossfara í heilögu stríði fyrir nýrri þjóðfé- lagsgerð á Íslandi og varð að styðjast við óbilgjarnan sannfæringarkraft brautryðjand- ans. Það útheimtir oftast trúarhita að flytja fjöll. Og hann flutti þau,“ segir séra Emil í bók sinni. Jónas Jónsson frá Hriflu. sky , Stjórnmálamenn

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.