Ský - 01.01.2006, Síða 37

Ský - 01.01.2006, Síða 37
 sk‡ 37 Haft er eftir Jón Arnóri m.a. að ítalska deildin sé sterkari en sú rússneska og 14 af 18 liðum í deildinni ætli sér að komast í úrslita- keppnina. Deildin sé áberandi jöfn í ár. Hann segir að sér gangi vel að spila, hann hafi stórt varnarhlutverk í liðinu sem sé bara mjög gaman þótt hann skori ekki eins mikið og stundum áður. Þess má til gamans geta að Embla Grétarsdóttir, unnusta Jóns Arnórs, hefur getið sér gott orð á íþróttavellinum, leikið m.a. með KR í Landsbankadeild kvenna hér heima. Nú eftir áramótin hefur Embla leikið með ítölsku 2. deildarliðinu Carpisa og staðið sig mjög vel. Þau Jón Arnór koma heim í sumar en Embla ætlar að leika með KR í Landsbankadeildinni. EGGERT STEFÁNSSON (f. 7. nóvember, 1979) Hefur leikið 15 unglingalandsleiki í knattspyrnu Eggert er knattspyrnumaðurinn í systkinahópnum. Hann hefur alla tíð leikið með Fram, að undanskildum þeim tíma sem hann lék með Þór á Akureyri. Eggert er varnarmaður, hefur leikið hægri bakvörð með Fram og þykir ákaflega traustur í þeirri stöðu og erfiður andstæðingur. Eggert hefur leikið 83 leiki í efstu deild Íslandsmótsins og skorað eitt mark, það var í tapleik gegn KR árið 2002 sem endaði 2-4. Eggert var meiddur í upphafi Landsbankamótsins síðastliðið sumar og lék því ekki nema 8 leiki af 18. Hann skoraði svo eitt marka Fram í vítaspyrnukeppni í sögulegum leik í bikarkeppni KSÍ gegn Íslandsmeisturum FH. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-2 en Fram sigraði 7-6 í vítaspyrnukeppninni. Eggert varð svo að bíta í það súra epli með félögum sínum í Fram að falla í 1. deild eftir æsilega lokaumferð í Landsbankadeildinni. Eggert hefur leikið 3 U-21 unglingalandsleiki og 12 U-17 unglingalandsleiki og einu sinni verið fyrirliði. STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR: (f. 20. júní, 1978) Íslandsmeistari í tennis Stefanía Stefánsdóttir, systir þeirra bræðra, hefur einnig getið sér gott orð á íþróttavellinum þótt ef til vill hafi farið minna fyrir því í fjölmiðlum. Hún var á Ítalíu í vetur að nema arkitektúr í Mílanó en er nú komin heim. Stefanía lét þó íþróttir ekki alveg afskiptalausar meðan hún dvaldi á Ítalíu því hún lék þar knatt- spyrnu með ítölsku neðrideildarliði. Hér heima var Stefanía mjög liðtæk í íþróttum, varð m.a. Íslandsmeistari í tennis árið 1995. Ólafur Stefánsson er í dag einn albesti handknattleiks- maður heims. Eggert Stefánsson í baráttu við Björgólf Takefusa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.