Ský - 01.01.2006, Síða 38

Ský - 01.01.2006, Síða 38
Stutt og laggott eir eru orðnir nokkrir Íslandsvinirnir sem koma úr kvikmyndabrans- anum. Einn þeirra er kvik- myndaleikstjórinn Eli Roth, sem bjó hér á landi þegar faðir hans kenndi við Háskóla Íslands og hefur verið tíður gestur síðan. Þegar hann var hér á ferð fyrir rúmum tveimur árum að kynna mynd sína Cabin Fever var Eyþór Guðjónsson fenginn sem leiðsögumaður fyrir hann um landið, en leiðsögn er eitt af mörgum störfum sem Eyþór hefur stundað á viðburðaríkum ferli í atvinnulífinu. Vinskapur tókst með þeim Roth og áður en hann yfirgaf landið sagð- ist hann ætla að skrifa hlutverk Íslendings í kvikmynd og Eyþór ætti að leika hann. Eyþór tók þessa tilkynningu Roths mátulega alvarlega og hugsaði ekki meira um það. Annað kom á daginn og við skulum gefa Eyþóri orðið: „Það er svo ári síðar að Eli mætir til lands- ins með handritið að Hostel og bauð mér hlutverk. Ég hélt fyrst að hann væri að gera grín að mér, en svo var ekki, honum var full alvara. Í fyrstu neitaði ég hlutverkinu, enda önnum kafinn í spennandi verkefnum sem ég vildi ekki missa tíma frá, en hlutverkið krafðist þess að ég yrði í Prag í sex til sjö vikur, þar að auki leist mér ekkert á hand- ritið við fyrsta lestur. Roth hélt áfram að hvetja mig til þess að taka að mér hlutverkið, en hafði þó varann á og tók nokkra íslenska leikara í prufu. Það varð svo úr að ég lét mig hafa það að leika í myndinni, fyrst og fremst vegna þess að mér var lofað að meðan á kvikmyndatöku stæði fengi ég leyfi til að skreppa þrisvar til Íslands til að sinna mínum málum. Þar að auki vissi ég að þetta gæti verið skemmtilegt ævintýri.“ Sjö vikur í Prag Þegar kom að tökum á Hostel hélt Eyþór til Prag og vissi í raun ekkert hvað beið hans: „Í fyrsta lagi hafði ég aldrei leikið í kvik- mynd. Vinir mínir höfðu nefnt það við mig að ég þyrfti að taka nokkra tíma í leiklist til að vera ekki algjör græningi innan um þjálf- aða leikara, en ég neitaði því, sagðist leika á mínum forsendum. Ég hefði kannski betur farið eftir ráðum þeirra því að leika í kvik- mynd er mun erfiðara en mér hafði nokkru sinni dottið í hug. Það er ekkert grín að þurfa að bíða í langan tíma og svo allt í einu sagt að stökkva fram fyrir kvikmyndatöku- menn, aðstoðarmenn, aukaleikara og statista og fara með texta á ensku og eiga þar að auki að vera eðlilegur. Ég tala nú ekki um að þar sem ég lék íslenskan stuðbolta átti ég einnig að vera fyndinn því þrátt fyrir að Hostel sé hryllingsmynd þá er húmor í myndinni, sér- staklega fyrri hluta hennar. Þetta var samt mjög gaman og viss áskorun sem ég tel mig hafa staðist. Í það minnsta hef ég fengið góða dóma hér og þar og einn virtur kvikmynda- gagnrýnandi í Bandaríkjanna kom að máli við mig og lýsti hrifningu yfir leik mínum.“ Hvernig skyldi svo Eyþóri hafa liðið þegar hann fékk að sjá myndina? „Ég sá Hostel fyrst á kvikmyndahátíðinni í Toronto og fór á algjöran bömmer. Mér fannst ég vera asna- legasti kvikmyndaleikari sem ég hafði séð. Það sem gerðist var að ég einblíndi á sjálfan mig alla myndina og tók varla eftir nokkru öðru og horfði ekki á myndina sem heild, heldur var að gagnrýna mig í huganum. Þegar ég nefndi þetta við hina leikarana sögðu þeir að ég ætti ekki að hafa áhyggjur, þeim fyndist þeir alltaf líka asnalegir í kvik- mynd. Þá fór mér að líða aðeins betur og eftir því sem ég horfi oftar á myndina verð ég sáttari við leik minn þó ég verði aldrei 100% ánægður. Ég hef heyrt að Samuel L. Jackson geti ekki horft á myndir sínar í fimm ár eftir að hafa lokið við þær, vegna þess að hann sé svo gagnrýninn á sjálfan sig. Ég er því greini- lega ekki einn um það.“ Aðsóknarmesta myndin í Bandaríkjunum Að leika í kvikmynd er út af fyrir sig merkileg reynsla fyrir þann sem ekki hefur áður gert það og að leika í kvikmynd sem einn daginn er aðsóknarmesta kvikmyndin í Bandaríkjunum er svo allt annar handleggur. Öllum á óvart fór Hostel í efsta sæti vin- sældalistans og er ljóst að myndin er mikil auðlind fyrir þá sem eru á prósentum af hagnaði, en ekki komst Eyþór í þann hóp: „Ég er hræddur um að þeir leikarar sem fá boð um ágóðahluti þurfi að vera þekktari en ég. Hvað um það, ég fór ekki út í þetta ævintýri peninganna vegna, en óneitanlega er skemmtilegt að myndin skuli ná svona miklum vinsældum. Það kom mér samt ekki Það er ekki auðvelt að vera fyndinn fyrir framan kvikmynda- vél, segir framkvæmdamað- urinn Eyþór Guðjónsson sem leikur eitt aðalhlutverkið í Hostel. Hann hefur ekki hug á áframhaldandi leiklistarferli. 38 sk‡ EYÞÓR slær í gegn í Hostel Viðtal: Hilmar Karlsson • Ljósmyndir: Geir Ólafsson o.fl. Kvikmyndir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.