Ský - 01.01.2006, Side 43

Ský - 01.01.2006, Side 43
 sk‡ 43 dalnum hafi haft mikið að segja um að Rúnar fékk inngöngu. Bóndi á krossgötum Síðasti bærinn í dalnum fjallar um roskinn bónda sem stendur frammi fyrir því að þurfa að bregða búi. Jón Sigurbjörnsson leikur aðalhlutverkið, bóndann sem býr í síðasta bænum í dalnum. Þegar til stendur að flytja hann og Gróu hans á elliheimili í Reykjavík tekur hann til sinna ráða. Aðrir leikarar eru Kristjana Vagnsdóttir, Sigurður Skúlason, Ólafía Hrönn Jónsdottir, Kjartan Bjarg- mundsson og Arnheiður Steinþórsdóttir. Myndin er tekin í Dýrafirði og er Magni Ágústsson tökumaður, Kjartan Kjartansson sá um hljóð og tónlistin er eftir Kjartan Sveinsson, sem er meðlimur Sigur Rósar. Eins og áður segir hefur Síðasti bærinn í dalnum verið sigursæl á hátíðum undanfarna mánuði, en hún var meðal annars valin besta stuttmyndin á Nordisk Panorama 2004, besta stuttmyndin á Kiev International Film Festival Molodist 2004 og fékk Edduverð- launin í sínum flokki árið 2004. Þá fékk hún aðalverðlaunin á Huesca International Film Festival á Spáni. Þá má geta þess að sjón- varpsstöðin Arte í Frakklandi hefur keypt sýningarrétt á myndinni og þrír bandarískir dreifendur vilja dreifa myndinni þar í landi. Það er svo að frétta af Rúnari að á vegum Zik Zak mun hann hefja gerð sinnar fyrstu leiknu kvikmyndar í fullri lengd í sumar. Myndin hefur enn ekki fengið nafn en nú stendur yfir undirbúningsvinna og handrits- gerð. Skúli er að lokum spurður hvort hann ætli ekki til Hollywood á óskarshátíðina 6. mars. „Ég kemst því miður ekki sjálfur þar sem ég á von á barni um sama leyti, en Rúnar og Þórir fara. Ég verð að láta mér nægja að vera límdur við sjónvarpið.“ Jón Sigurbjörnsson ræðir málin við leikstjórann Rúnar Rúnarsson. Kvikmyndir Texti: Himar Karlsson sky ,

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.