Ský - 01.01.2006, Side 52

Ský - 01.01.2006, Side 52
 52 sk‡ Marokko Texti og myndir: Benedikt Jóhannesson Er andi í lampanum? Í Marrakesh í Marokkó er eins og maður sé kominn í miðja Þúsund og eina nótt. Skemmt- ilegust voru markaðurinn og torgið. Um allt er fólk í kuflum, karlar sem líta út eins og þeir séu klipptir út úr Stjörnustríði, gömlu jeddarnir og Obi van Kenobi. Það er gaman að sjá gráskeggj- aða öldunga í þessari múnderingu. Litadýrðin er mikil, dúkar, skór og krydd eru skemmtileg fyrir augað, en ekki veit ég um gæði eða bragð. Lyktin af kryddinu er góð. Betlarar eru aðgangsharðir. Það er sama reglan hér og annars staðar, ef maður lítur á einhvern þeirra elta þeir mann um allt. Ég þorði ekki að skoða slöngutemjara ef ske kynni að tamningin hefði ekki tekist. Sífellt koma nýjar vörur á markaðinn og fortíðin er ekki fjarlægari en svo að hér kemur Nasreddin með asnakerruna fulla af varningi. Mér fannst fróðlegt að fara í bústaðinn þar sem fyrrum forsætisráðherra hafði búið með fjórum konum sínum og tuttugu og fjórum

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.