Ský - 01.01.2006, Page 56

Ský - 01.01.2006, Page 56
 56 sk‡ átækniheimilið hefur löngum verið draumsýn hins vestræna manns. Allt frá því hin 75 kílóa eldhús- tölva frá Honeywell kom á markaðinn 1965 (og reyndar floppaði af því að hún kostaði álíka mikið og fjórir nýir bílar og húsmæðurnar þurftu að fara á tveggja vikna námskeið til að læra á hana), höfum við flest stefnt að því að tæknivæða heimilið sem mest. Það hafa vissulega ýmsar nýjungar komið fram frá því eldhústölvan var upp á sitt „besta“ en hversu langt erum við komin í þróun hátækniheimilisins? Ský ákvað að skoða málið og komast að því hvað væri í boði fyrir þá sem vilja eiga allt það nýjasta og besta. Það fyrsta sem flestum dettur sennilega í hug þegar minnst er á hátækni er sjálf tölvan, en slík græja er komin inn á því sem næst hvert einasta heimili landsins og í mörgum tilvikum eitt stykki á hvern fjöl- skyldumeðlim. Síðustu ár hafa tölvu- og hugbúnaðarframleiðendur stefnt að því leynt og ljóst að gera tölvuna að miðstöð afþreyingar heimilisins, en lengi framan af hékk þetta tól gráleitt og skömmustu- legt undir skrifborði og reyndi að láta lítið á sér bera. Nú er hins vegar hægt að fá tölvur sem líta út eins og hefðbundið myndbandstæki og sóma sér því vel þar sem gamla myndbandstækið var áður. Enda geta slíkar tölvur skilað sömu virkni og vel það - með sjónvarpsmóttakara geta þær tekið á móti hefðbundnum sjónvarps- útsendingum, tekið upp myndefni úr sjónvarpi og vistað á harða HÁTÆKNI HEIMILIÐ Texti: Kristinn J. Arnarson • Myndir: Geir Ólafsson o.fl. Hvernig lítur hátækniheimilið út? Hvað er í boði fyrir þá sem vilja eiga allt það nýjasta og besta? Er það ísskápurinn sem sér um innkaupin á sumum heimilum? H Honeywell-eldhústölvan er hið ágætasta dæmi um það þegar reynt er að tæknivæða heimilið af vilja frekar en skynsemi. Hátækni

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.