Ský - 01.01.2006, Síða 62

Ský - 01.01.2006, Síða 62
 62 sk‡ KYNNING Bang &Olufsen hefur frá upphafi fram-leitt vörur sem notið hafa mikillar virð-ingar hjá þeim sem vilja vönduð tæki; útvörp, sjónvörp og hljómflutningstæki. Tveir skólabræður úr tækniháskólanum í Árósum, Peter Bang og Svend Olufsen, stofnuðu fyrir- tækið árið 1923. Grundvallarhugmyndafræði fyrirtækisins er enn sú sama, að fylgjast með tækninýjungum og tæknibyltingum en grípa þó ekki nýjungarnar óhugsað nýjunganna vegna heldur einvörðungu til þess að varan verði vandaðri og endingarbetri. Óskar Tómasson, framkvæmdastjóri Bang &Olufsen í Síðumúla 21, segir að menn séu stoltir af sögu fyrirtækisins sem hefur alla tíð starfað á sama stað, í Struer á Jótlandi, nokkru fyrir norðan Herning. „Markmið hefur alltaf verið að framleiða vörur sem end- ast og aldrei hefur verið vikið frá þeirri stefnu. B&O-tækin eiga að endast í ein 20 ár en það er hár aldur í þessari framleiðslugrein. Mikið er lagt upp úr gæðunum og einungis framleitt úr hágæðahráefni, t.d. áli, hertu gleri og sér- stakri tegund plasts sem er þekkt úr bílaiðnaði og þolir mun meira hnjask en annað plast. Hvert einasta tæki er sett saman í höndunum og því má segja að gæðaeftirlit sé með hverju tæki, til samanburðar við að annars staðar eru teknar stikkprufur með ákveðnu millibili. Við fylgjumst með tækninni en tækninýjungarnar eru ekki innleiddar nýjunganna vegna. Við B A N G & O LU FS E N Bang&Olufsen fylgir enn sömu grundvallarhug- myndafræði og gert var í upphafi, að framleiða vandaða vöru en breyta ekki einungis breyting- anna vegna. Óskar Tómasson í verslun Bang&Olufsen í Síðumúla 21. upplifum hins vegar að B&O sé ævinlega með pínu galdra. Það kostar peninga en þetta er hægt vegna þess að tækin eru enn sett saman í höndunum.“ Óskar segir líka að alls staðar sé hægt að fá góð hljómtæki og sjónvörp og ekkert nema gott um það að segja. B&O beri sig ekki saman við aðra á markaðinum heldur liggi samkeppnin frekar í öðrum neysluvenjum heimilisins, t.d. hvort keypt séu ný og dýr húsgögn eða farið til útlanda. Útlitið á að hreyfa við fólki ... Útlit B&O-tækjanna hefur alltaf vakið athygli. „Markmiðið er að ef þér finnst B&O-tæki fallegt í dag þykir þér það líka eftir tíu ár. David Lewis, yfirhönnuður B&O, segist líka vera ánægður ef einhverjum þyki tækið ljótt og rökstyður þessa skoðun sína með því að það hreyfi a.m.k. við mönnum ólíkt því sem almennt gerist um venjulegt sjónvarp eða geislaspilara sem verða sjaldn- ast tilefni þess að menn tjá sig sérstaklega um útlitið. Falleg hönnun er reyndar afstæð.Við viljum að B&O höfði til þeirra sem kaupa tækin. Það er oft þannig að þyki fólki eitthvað fallegt þegar það kaupir hlutinn þykir því hann jafnfallegur svo lengi sem hann endist. Nytjahlutir eiga að geta verið fallegir og þess má geta að B&O hefur átt feikilega marga slíka hluti á fastasýningu Museum of Modern Art í New York sem er vissulega mikil viðurkenning.“ Mjög athyglisvert er að B&O hefur haldið fast við upprunann þótt nú séu notuð önnur efni en áður var. Innhlutum í tækjum er breytt í takt við tæknina en útlitinu er ekki endilega breytt um leið og þannig eru enn til tæki sem líta eins út og þau gerðu árið 1992. Segja má að þetta sé merki um sígilda hönnun! SÍGILD HÖNNUN OG NÝJASTA TÆKNI ����������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ��������������������������������������������� ������������������������ �� ����������������������������������� �������������������� � � �� � �� � ��� �� � �� � � � �� � � � � � sky ,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.