Ský - 01.01.2006, Side 66

Ský - 01.01.2006, Side 66
 66 sk‡ Síminn hefur lagt nýjar áherslur í starfi sínu á þessu ári og mun stafræn tilvera verða leiðandi í vöruþróun og þjónustu, að sögn Evu Magn- úsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans. Stafræn tilvera markar upphaf að miklum breytingum í starfsemi fyrirtækisins. Síminn er ekki lengur eingöngu símafyr- irtæki heldur fyrirtæki sem er í sjónvarpsrekstri, fjar- skiptum og afþreyingu og nýtir til þess upplýsinga- og fjarskiptatækni. „Verið er að vinna að fjölda skemmtilegra verkefna hjá Símanum í þróun á framtíðarþjónustu og að rann- sóknarverkefnum sem fjalla um framtíðarþjónustu fyrir heimili og fyrirtæki. Á heimilum er margvíslegur tæknibúnaður sem hingað til hefur unnið sjálfstætt. Þennan búnað er hægt að tengja saman og mynda svokölluð heimanet. Tenging heimaneta við almenn net opnar leiðina að stafrænni tilveru heimilismanna,“ segir Eva. Öryggisþjónusta og hjúkrun Sjálfvirkni og fjargæsla heimila opna nýjar víddir fyrir almenning. Að sögn Evu væri þannig hluti af stafrænni tilveru einstaklinga að geta fylgst með heim- ilum sínum, sumarbústöðum og öðru með öryggis- myndavélum sem tengdar væru við tölvur þeirra eða farsíma. STAFRÆN TILVERA VERÐUR LEIÐANDI Í VÖRUÞRÓUN SÍMANS „Fjarhjúkrun er í raun heimahjúkrun yfir net. Þróunin á þessu sviði er mjög hröð og við höfum verið að kanna hvernig við getum boðið upp á ýmsar mælingar og athuganir í gegnum okkar fjarskiptanet. Það er mjög spennandi að hugsa til þess að fjarskiptabúnaður mun að öllum líkindum spara miklar fjárhæðir í heilbrigðisþjón- ustu og jafnframt bæta hana,“ segir Eva. Menntun og afþreying Einnig er unnið að þróun á notkun heimanets til að bjóða fólki aðgang að margs konar menntun. „Við erum að kanna notkun gagnvirka sjónvarpsins í alls kyns afþrey- ingarnámskeið. Þannig getur þú til dæmis farið í dans- skólann í gegnum sjónvarpið. Þetta er mögulegt með fjarfundabúnaði sem nýtist á þann veg að kennarinn getur líka séð nemandann og jafnvel aðra nemendur. Þannig notum við fjarskiptaleiðirnar okkar á margvís- legan hátt,“ segir Eva. „Síminn er tvímælalaust í fararbroddi á sviði afþrey- ingar í sjónvarpi og hefur sent sjónvarpsrásir um ADSL-kerfi sitt í um eitt ár. Viðskiptavinir Símans og Skjásins hafa aðgang að yfir 60 sjónvarpsrásum. Ný þjónusta Skjásins, bíó (VOD) hefur vakið mikla athygli hjá viðskiptavinum okkar. Þjónustan færir viðskiptavinum Skjásins og Sím- ans frábært úrval af nýjum og klassískum kvikmyndum beint heim í stofu. Það eina sem áhorfendur þurfa er ADSL-tenging sem fer um kerfi Símans og myndlykil frá Skjánum. Myndin skilar sér síðan sjálf um leið og hún er pöntuð og er aðgengileg í einn sólarhring án þess að þú farir nokkurn tíma út úr húsinu,“ segir Eva. Heimahjúkrun og öryggis- þjónusta auk kennslu og afþreyingar um netið er framtíðin. Eva Magnúsdóttir er upplýsingafulltrúi Símans. KYNNING S ÍM IN N 800 4000 - siminn.is SKRIFSTOFAN Í VASANUM „Í mínu vafstri er nauðsynlegt að vera alltaf í takt við það sem er að gerast“ Kári Sturluson, framkvæmdastjóri Ungfrú Uglu ehf.Sérhæft, þráðlaust samskiptatæki sérstaklega hannað til að vinna með gögn auk þess að vera farsími. Tækið hefur einfalt og þægilegt lyklaborð og stóran skjá. Hugbúnaður sem veitir aðgang að tölvupósti, dagbók o.fl. Openhand er hægt að keyra á nokkrum mismunandi gerðum GSM síma. Microsoft sími sem gerir þér kleift að vinna með tölvupóst o.fl í Microsoft umhverfi. The RIM and BlackBerry families of related marks, images and symbols are the exclusive properties of and trademarks of Research In Motion - used by permission. Fyrir þá sem eru á ferðinni skiptir miklu máli að hafa greiðan og öruggan aðgang að hvers kyns gögnum. Því er mikilvægt að geta hreinlega verið með skrifstofuna í vasanum og hafa þar með meiri sveigjanleika í starfi og betra aðgengi að upplýsinum auk þess að nýta tímann vel. Hjá Símanum færðu samskiptatæki, sem auk þess að vera farsími, veita þér öruggan og auðveldan aðgang að tölvupósti, dagbók, tengiliðaskrá og netþjóni þíns fyrirtækis. Síminn býður sérhæfðar lausnir í þráðlausum samskiptum sem hjálpa þér að nálgast nauðsynlegar upplýsingar og gögn og sinna starfi þínu nánast hvar sem þú ert. Ráðgjafar Símans hjálpa þér að velja þá lausn sem hentar þér best. Hafðu samband við viðskiptastjóra þinn eða ráðgjafa okkar í 800 4000 og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki. E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 4 4 9 BlackBerry 7290™ BlackBerry 7100g™ sky ,

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.