Ský - 01.01.2006, Page 68

Ský - 01.01.2006, Page 68
 68 sk‡ KYNNING Mikil breyting hefur orðið á þjón-ustu Skjásins við áhorfendur í kjölfar aukinna möguleika sem fengist hafa með gagnvirku sjónvarpi, stafrænu gagn- virku kerfi, sem verið er að þróa með Símanum, að sögn Magnúsar Ragnars- sonar sjónvarpsstjóra. Nú getur fólk fengið mikið úrval erlendra rása, sem og bíómyndaþjón- ustu, hjá Skjánum og gagnvirka kerfið gerir mönnum kleift að veita þessa þjónustu um allt land, enda er svo komið að 93% heimila njóta hennar í gegnum ADSL-kerfi Símans. Fyrirtækið sem fólk þekkir sem Skjá Einn, en hét réttu nafni Íslenska sjónvarps- félagið, hefur stækkað gríðarlega á síðustu tveimur árum í framhaldi af sameiningunni við Símann. Það sem áður var aðeins ein sjónvarpsstöð hefur vaxið hratt og því hefur fyrirtækinu verið gefið nýtt nafn, Skjárinn. Verið er að þróa stafrænt gagnvirkt kerfi sem leiðir til þess að Skjárinn getur veitt mikla þjónustu úti um allt land. Ótrúlega fjölbreytt efni „Við höfum vaxið frá því að vera bara Skjár Einn yfir í að dreifa öðru efni svo sem Enska boltanum á fimm rásum. Þá er farið að selja EKKERT STÖÐVAR ÞRÓUNINA Á SKJÁNUM Bíómyndaþjónusta á Skjánum með 250-300 myndum. Magnús Ragnarsson sjónvarpsstjóri. 65 rása erlent endurvarp með öllum helstu sjónvarpsstöðvum og loks bjóðum við upp á bíómyndaþjónustu VOD (Video on Demand). Þetta köllum við Nýja bíó og Gamla bíó og þarna erum við með Hollywood-kvikmyndir og stórmyndir sem fólk getur horft á heima hjá sér án þess að fara út í vídeóleigu til að leigja sér spólu eða disk. Nú þegar er boðið upp á milli 250-300 titla í þessari útleigu. Fólk hefur myndina í sjónvarpinu í einn sólarhring, rétt eins og þegar það leigir sér mynd á leigu. Kosturinn er að þurfa hvorki að fara og ná í myndina né skila henni aftur. Það segir sig sjálft að allt þetta gátum við ekki höndlað áður með gamla kerfinu og aðeins einni rás.“ Magnús segir að auk þessa sé fullt af ókeypis efni á VOD-þjónustu Skjás- ins, innlendir þættir og fréttir og Kastljós RÚV, eftir að samstarf komst á þar í milli. Þá er boðið upp á Skjá Einn+ og RÚV+ sem þýðir seinkun útsendinga svo fólk þarf ekki að missa af því sem það hefur áhuga á þótt það geti ekki séð það á rétta útsendingartímanum. Nær til 93% heimila „Við dreifum sjónvarpsefninu á tveimur dreifikerfum sem gerir hlutina pínulítið flóknari. Í fyrsta lagi er dreift á breiðbandinu og í öðru lagi um ADSL-kerfi Símans en það er sá hluti sem er gagnvirkur. Erlendu rásirnar eru á báðum kerfunum en gagnvirku rásirnar eins og kvikmyndapöntunin verður að vera á ADSL-kerfinu. Í gegnum það ná 93% heimila útsend- ingum sjónvarpsstöðvanna en hlutfallið er ekki alveg jafnhátt hvað varðar þá sem geta fengið kvikmyndirnar. Dreifisvæði VOD-þjónustunnar nær nú um höfuðborgarsvæðið og Reykjanes og allt upp í Borgarnes til norðurs. Í austur nær það til Hvolsvallar og Vestmannaeyja og ennfremur norður til Akureyrar og Húsavíkur.“ Það verður gaman að þróa starfsemina áfram, að sögn Magnúsar, sem bætir við að næstu skrefin verði að bjóða upp á upptöku á efni miðlægt. Þá getur fólk merkt við í dagskrárvís- inum í sjónvarpinu, sem virkar eins og vídeótæki sem tekur upp efnið, og horfa á það þegar tími vinnst til. Fljótlega verður farið að bjóða upp á að tengja myndaalbúm fólks við sjón- varpið. „Það er ekkert sem stoppar okkur tæknilega, nú þegar hægt er að senda skilaboð í báðar áttir,“ segir Magnús Ragnarsson að lokum. S K JÁ R IN N Pretty Woman Hide And SeekStrákarnir okkar Bara á Skjánum The Polar Express Sideways Miss Congeniality 2 Constantine Við mælum með ... Man On Fire Væntan leg 24. feb. Gegn 12 mánaða skuldbindingu um áskrift færir Skjárinn þér ómetanlega gjöf. Þú færð Skjáinn í öllum verslunum Símans, í síma 800 7000 eða á skjarinn.is Sparaðu12.490 kr. Skráðu þig fyrir Skjánum og þú borgar ekkert fyrir fyrsta mánuðinn! Vinsælar myndir ... A Lot Like Love Rómantísk gamanmynd sem er væntanleg á BÍÓ/VOD. The Tigger Movie Væntanleg13. feb.Frítt þráðlaust Internet í einn mánuð Frítt Internet, frítt ADSL & frí uppsetning. Andvirði 8.495 kr. 60 frábærar sjónvarpsrásir frítt í einn mánuð Aðgang að vídeóleigu í gegnum sjónvarpið að auki. Andvirði 3.995 kr. Ef þú ert með internetaðgang hjá Símanum geturðu fengið aðgang að vídeóleigu heima í stofu og 60 rásir frítt í einn mánuð. Á Skjánum getur þú pantað frábærar kvikmyndir á BÍÓ/VOD með fjarstýringunni og horft á þær eins oft og þú vilt í 24 klst. Verð frá 250 kr. SPARAÐU ÞÉR SPORIN! sky ,

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.