Ský - 01.01.2006, Page 76

Ský - 01.01.2006, Page 76
 76 sk‡ Stutt og laggott carlett Johansson er ung, ljóshærð, glæsileg, kynþokkafull og frökk, sem sagt uppskrift að stúlku sem vill ná langt í draumaverksmiðjunni Hollywood. Það sem hún hefur fram yfir langflestar sem standa í sömu sporum er að hún hefur mikla leikhæfileika. Þótt hún sé aðeins rúmlega tvítug getur hún státað af löngum lista yfir verðlaun og tilnefn- ingar fyrir leik sinn og er skemmst að minnast þess að hún var tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir leik sinn í Match Point, sem Woody Allen leikstýrði. Var það þriðja tilnefning hennar til þessara eftirsóttu verðlauna. Mikið er skrifað og rætt um Scarlett Johansson. Og þótt hún ræði lítið um einkalífið eru slúðurblöð uppfull af fréttum um hana og hverja hún umgengst. Sjálf segist hún ekki ræða einkalífið vegna þess að það sé ekkert að ræða sem komi öðrum við: „Þegar ég svo les slúðrið um sjálfa mig þá þekki ég ekki stúlkuna sem skrifað er um.“ Ljóshærð, fræg og getur leikið Scarlett Johansson: S Texti: Hilmar Karlsson

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.