Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 22

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 22
tegundin af smáhlutum voru hnappar (120), brýni (81), fjöðurstafir (30) og perlur (25). Perlur og hnappar eru litlir hlutir sem týnast auðveldlega á moldargólfum þrátt fyrir að þeir væru verðmætir og vel væri litið eftir þeim (sjá myndir 7 og 8). Brýni og fjöðurstafir hafa verið nauðsynjar fyrir skólapilta og þó að flestir þessara fundnu hluta gætu hafa týnst er líklegt að sumum þeirra hafi verið hent viljandi. Flestar perlurnar eru úr gleri en rafperlur og agatperlur fundust einnig. Perlurnar hafa verið innfluttar, líklega frá Hollandi (Lucas 2002, bls. 55). Sumar þeirra eru líklega af klæðnaði en aðrar hafa hugsanlega verið úr talnaböndum. Hnapparnir 120 eru úr ýmis konar efnum, 44 eru úr koparblöndu, 40 úr gleri, 14 úr málmi, sem enn er ógreindur, níu úr tini, tólf úr tré og einn hnappur er úr ull. Langflestir hnappanna hafa verið innfluttir líkt og perlurnar fyrir utan kannski tré- og ullarhnappinn sem sennilega eru innlendir. Fjöðurstafirnir eru líklega úr svanafjöðrum og gerðir á Íslandi og brýnin eru innflutt, að öllum líkindum frá Noregi. Lífið í Skálholtsskóla Skólapiltar Í samræmi við lútherska hugmynda- fræði var Skálholtsskóli ekki einungis ætlaður ríkari hluta þjóðarinnar. Til að tryggja að fátækir piltar hefðu aðgang að menntun skyldu 24 af 40 skólapiltum, sem skráðir voru til náms, fá ölmusu frá konungi samkvæmt reglugerð sem samin var við stofnun skólans árið 1552 (Diplomatarium Islandicum XII, bls. 359). Ýmsar viðbætur voru samdar við stofnunarreglugerðina og ný reglugerð frá 1743, sem og ýmis bréf sem varða skráningu einstakra skólapilta og ágreiningsatriði við aðbúnað þeirra, gefa vísbendingar um bakgrunn og efnahag. Viðbót við stofnunarreglugerðina frá árinu 1563 gefur til kynna að jafnvel þótt skólayfirvöld hafi heldur viljað nemendur sem tileinkuðu líf sitt kirkjunni var ekki nauðsynlegt að helga kirkjunni starfskrafta sína við inngöngu í skólann. Í viðbótinni segir að þeir, sem að skólagöngu lokinni komist í veraldlegar stöður eða sæki frama sinn utan kirkjunnar, skuli borga til baka þá ölmusu sem þeir þáðu á meðan þeir voru í skólanum, fæði og húsnæði (Jón Þorkelsson og Klængur Jónsson 1910b, bls. 5). Þessi regla bendir til þess að sumir nemendanna í Skálholtsskóla hafi ekki farið í skólann með það í huga að gerast þjónar kirkjunnar. Jafnvel þótt meirihluti kennslunnar hafi snúist um að undirbúa nemendur til prestskapar hafa piltarnir lært ýmislegt sem hefur nýst þeim til annarra verka. Nýja skólareglugerðin frá 1743 gefur til kynna að áður en hún var samin hafi verið komið fram við þá drengi, sem þáðu ölmusu, á annan hátt en þá sem borguðu skólagjöldin. Í reglugerðinni segir að allir skólapiltar Skólapiltar í Skálholti __________ 22 skuli fá sama fæði, hvort sem þeir þiggi ölmusu eður ei, og að enginn, hvort sem af fjárhagsástæðum eða vegna fjölskyldutengsla, skuli þiggja mat utan veggja skólans. Þetta bendir til þess að nýju reglugerðinni hafi verið ætlað að ráða bót á stéttaskiptingu innan skólans, sem átt hefur rót sína að rekja til skiptingar drengjahópsins í þá sem þáðu ölmusu og þá sem borguðu sjálfir. Skýrsla, sem rektor skólans, Jón Þorkelsson skrifaði árið 1733 um mál skólans, bendir hins vegar til þess að þeir drengir sem þáðu ölmusu hafi ekki alltaf verið fátækir. Jón kvartar yfir því að biskupinn einn ákveði hverjir hljóti ölmusu á grundvelli vitnisburðar frá foreldrum og forráðamönnum: “ … thi Biskoppen alleene antager saadanne Discipler efter deris Forældris eller Paarörendis begiering, kunde og vel hende sig, at der fandtes Een eller fleere som holdtes for at være saa fattig at hand matte nyde Kongens Beneficium og kunde dog formaa at betale bispen sin Kost, hvorfore een gandske fattig maa dog undelukckes fra Allmissen. Men dersom de der indsnege sig saaleedes udi Allmisse Diciplernes Tal, bleve siden tilholdt at erlegge saa mange Penge som de har formaaet at give for sin kost paa Bispegaareden imedens de gick I Skole enten til andre fattige Diciplers bedre forpleyning, eller andre giorte Omkostningers Erstattning” (Jón Þorkelsson og Klængur Jónsson 1910b, bls. 36). Ólík stéttarstaða skólapilta, þeirra sem þáðu ölmusu og þeirra ríkari, hefur því ekki endilega verið eins skýr og stofnunarreglugerðin frá 1552 gefur til kynna. Ölmusupiltar hafa ekki eingöngu verið frá fátækari heimilum, þó þeir kæmu líklega ekki frá allra ríkustu fjölskyldunum. Önnur dæmi í ritheimildum styðja þessa ályktun. Jón Árnason Skálholtsbiskup skrifaði Þorsteini Sigurðssyni sýslumanni bréf árið 1735. Þar segir að sonur Þorsteins sé velkominn í Skálholtsskóla, hvort sem rektor skólans (sem þá var Jón Þorkelsson) gefi leyfi sitt eður ei. Biskupinn segir ennfremur að Þorsteinn þurfi ekki að greiða skólagjöld fyrir son sinn. Sýslumenn verða seint taldir með fátækari landsmönnum og Þorsteinn hefur að öllum líkindum haft full tök á að borga með syni sínum. Árið 1757 skrifaði Jón Eggertsson Finni Jónssyni Skálholtsbiskupi bréf til stuðnings við ölmusuumsókn annars sýslumannssonar og fullyrðir að faðir drengsins (sýslumaðurinn) hafi engin tök á að greiða fyrir menntun hans (Guðlaugur R. Guðmundsson 2000, bls. 94). Reglugerðinni frá 1743 var ætlað að binda endi á mismunun í fæði ölmusupilta og annarra. Við fyrstu sýn mætti ætla að það hafi verið gert til að tryggja að ölmusupiltar fengju jafngott fæði og þeir sem borguðu fyrir sig sjálfir. Ákvæði reglugerðarinnar um að skólapiltar skuli ekki, af fjárhags- ástæðum eða vegna fjölskyldutengsla, afla sér fæðis utan veggja skólans gæti þó allt eins vel, í ljósi þess að sumir ölmusupiltar voru úr efri stéttum samfélagsins, átt að koma í veg fyrir að Ágústa Edwald __________ 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.