Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 25

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 25
þeir sem höfðu fjárráð keyptu sér betra fæði utan veggja skólans en þeir sem greiddu skólagjöld fengu í borðstofu Skálholtsskóla. Synir sýslumanna hafa eflaust ekki lifað á harðfiski og smjöri tvisvar á dag ásamt vatnsblandaðri mysu, sem var matseðill ölmusupilta fyrir reglugerðina (Jón Þorkelsson og Klængur Jónsson 1910b, bls. 33). Stéttaskiptingin í Skálholtsskóla hefur því ekki verið einfaldlega á milli þeirra sem hlutu ölmusu og þeirra sem greiddu skólagjöld. Þar sem ríkir nemendur hafa læðst inn í raðir ölmusupilta hefur verið erfitt að hafa gætur á hvers konar mismunun innan veggja skólans. Fleiri eða hærri ölmusustyrkir eða betra fæði fyrir ölmusudrengi hefði ekki endilega leitt til jafnari aðbúnaðar, þar sem þeir sem höfðu efni til að kaupa sér fæði utan skólans hafa getað gert það, hvorum hópnum sem þeir tilheyrðu. Auk þess að skipa annan hvorn þessara hópa, þ.e. hóp ölmusupilta eða þeirra sem borguðu fyrir sig sjálfir, var skólapiltum einnig skipt í bekki, lægri bekk og efri bekk. Ennfremur hafði hver piltur sinn stað í bekkjarröðinni innan hvors bekks, sem fór eftir Skólapiltar í Skálholti __________ 24 1723: Til Guðmundar Magnússonar, Stafafelli Piltarnir sem þú sendir í skólann síðastliðið haust skarta af andstyggðar fordild parrukum því nú vill hver unglingur, sem varla getur girt sig né fríað frá húsganginum fyrir fátæktar sakir, bruna fram með vesti og parruk, einasta vegna þess að hver einn vill vera haldinn sem mestur, þó hann sé í réttri raun og veru ekki neitt. Þú mátt senda annan af þeim, sem er í undirbúningsnámi hjá þér, í Skálholtsskóla með 8 dali en komi hann með parruk skalt þú senda 10 dali með honum því þá álykta ég að um nóga peninga sé að ræða. Fyrir eitt hvítt parruk utanlands gefa menn 10, 12 eða 14 dali. Jón Árnason, Skálholtsbiskup 1744: Til Harboe Kennarar í Skálholtsskóla hafa sagt mér að piltarnir hafi svo fá klæði að þeir geti varla látið sjá til sín né setið í skólastofunni eða í kirkjunni þegar það er kalt. Ég hef sjálfur séð hversu slitin fötin þeirra eru og hef talað við Guðrúnu Einarsdóttur um það en hún segir að hún geti ekkert að gert og að hún vilji ekki halda skólann lengur en til 5. maí. Finnur Jónsson, Skálholtsbiskup námsárangri. Í byrjun hvers skólaárs var piltunum raðað í röð, sá fyrsti í efribekk var með besta námsárangurinn og sá síðasti í lægri bekknum var sá nemandi sem minnsta þekkingu hafði á námsefninu. Skólapiltar tóku einnig að sér ýmis eftirlitsstörf, sem öll báru latnesk heiti. Notarius Scholae bar ábyrgð á eftirliti í skólastofunni, Notarius Cubiculi í svefnstofunni, Notarius Temple í kirkjunni, Notarius Cænaculi í borðstofunni og Notarius Ædium et Platearum skyldi hafa umsjón með öllum öðrum herbergjum, sem drengirnir höfðu aðgang að, ásamt útisvæðum. Allar þessar stöður höfðu varamann, t.d. Vicarious Scholae o.s.frv. (Gunnlaugur R. Guðmundsson 2000). Aðrar stöður, sem nemendurnir tóku að sér, voru Famulus Rectoris, í þjónustu rektors, og Precentor eða forsöngvari. Sami nemandinn hafði stundum fleiri en einni stöðu að gegna, til dæmis var fremur algengt að sami nemandi væri eftirlitsmaður í svefnstofunni og borðstofunni (Jón Halldórsson 1916-1925). Þrátt fyrir að þessar stöður hafi án efa haft í för með sér aukið álag á nemendurna hafa þær ábyggilega verið eftirsóknarverðar. Nemendurnir, sem gengdu þessum embættum, báru ábyrgð á að þeim reglum sem áttu við um hvert herbergi væri framfylgt og þeir áttu að taka eftir hverju broti og tilkynna það svo að refsa mætti þeim sem brutu af sér. Embættismennirnir sjálfir voru undanþegnir öllum refsingum (Guðlaugur R. Guðmundsson 2000, bls. 216). Með því að raða nemendunum í röð innan hvers bekkjar og veita þeim eftirlitshlutverk, skipuðu skólayfirvöld drengjunum í ákveðna goggunar- eða virðingarröð. Samkvæmt lista yfir nemendur í Skálholtsskóla frá árunum 1761-1784 voru að meðaltali um 30% piltanna bændasynir og það er sama hlutfall og hlutfall ofangreindra embættismanna sem voru bændasynir (Jón Halldórsson 1916-1925). Það bendir til þess að synir embættismanna hafi ekki endilega haft forgang í ofangreind embætti. Þótt erfitt sé að ákvarða efnahagsstöðu nemendanna af stöðu feðra þeirra, þar sem sumir bændasynir hafa án efa verið ríkir og prestssynir að sama skapi stundum verið fátækir, bendir sama hlutfall innritaðra bændasona og bændasona í embættisstöðum til þess að staða föður hafi ekki skipt meginmáli. Það má því leiða líkur að því að stéttaskipting eða virðingarröð innan skólans hafi að nokkru leyti verið óháð skiptingu samfélagsins utan veggja hans. Helgi Einarsson var í Skálholtsskóla árin 1769-73. Sonur hans, Árni Helgason, skráði minningar Helga, sem komu út í byrjun 20. aldar í Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju (Árni Helgason 1907-1915). Að sögn Helga skipuðu skólapiltar einnig stöður sem voru eftirmynd embætta í landinu, t.d. var einn piltur skipaður sýslumaður og skyldi hann útkljá landamerkjadeilur. Ágústa Edwald __________ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.