Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 68

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 68
túlkun þessara breytinga notuð til útskýringar innan samfélaga. Þegar kenningar Fahlanders eru teknar saman í stuttu máli telur hann að börn geti á margan hátt tekið þátt í samfélaginu í samræmi við líkamlega og andlega þætti, ásamt því að ávinna sér sálræna og félagslega hæfni. Þetta er breytilegt á milli samfélaga og einstaklinga og því ekki hægt að gera ráð fyrir stigum sem aðskilja þá frá einu sviði lífsferlisins til annars. Ef þessir þættir eru skoðaðir má finna marga mismunandi flokka barna í stað þessa eina sem notast er við í dag. Aldursflokkanir fela í sér fleiri vandamál að mati Derevenski (2000, bls. 8). Þær byggja einkum á líf- fræðilegum mælingum á beinagrindum og því að hluta til á tilbúnum breytum þegar kemur að félags- og andlegum þroska. Það hlýtur að bjóða hættunni heim. Með líffræðilegum flokkunum hefur verið búin til barnslíkami án þess að nokkuð sé hægt að segja til um athafnir hans, reynslu og ímynd. Það er því nánast ómögulegt að finna eina heimsmynd af börnum, bæði í fortíð, samtíð og framtíð, margbreytileikinn er of mikill. Það er aðeins hægt að notast við fá ef nokkur almenn atriði sem gilda um börn og bernsku á öllum tímabilum sögunnar ef reyna á að alhæfa um þau. Í félagslegum skilningi getur reynst erfitt að finna mörkin milli þess að vera barn eða fullorðinn. Líffræðilega er það mun auðveldara og er gjarnan miðað við kynþroskaskeið (Fahlander 2008). Því má ekki gleyma að líffræðilegir aldursflokkar gefa einungis upplýsingar sem túlkanir byggja á, það eru skynjanir hinna fullorðnu um getu, þroska og ábyrgð barna á ákveðnum aldri sem eru menningarlega skapaðar. Þetta verður að hafa í huga þegar verið er að spyrja spurninga um athafnir barna í fortíðinni (Lewis 2007, bls. 7). Derevenski (2000, bls. 9) telur að beinin séu tengill milli líffræði og menningar þar sem tekist er á við lífeðlisfræðilegar og samfélagslegar breytingar sem verða í líkömum einstaklinga. Þannig sameinast líffræði og menning. Aldur verður því mun flóknari tala en árafjöldi. Aldurs- flokkanir og hlutverk aldurs verður að rannsaka. Það er ekki verjandi að gera ráð fyrir að skilgreiningar á aldri úr vestrænum samfélögum nútímans séu í samræmi við önnur samfélög, hvort sem þau eru forn eða ný. Frekar á að búast við því að hvert samfélag hafi sína eigin aldursflokka og skil- greiningar á bernsku. Kamp (2001, bls. 3) telur að ríkjandi orðræða innan barnafornleifafræði eigi eftir að þróast og rannsóknirnar muni fylgja með. Í fyrsta lagi telur hún að aldursflokkar munu í síauknum mæli verða álitnir menningarlega frekar en líffræðilega skapaðir. Í öðru lagi muni lífaldur væntanlega verða talinn mikil- vægur grunnur í félagslegum kerfum og því ekki sleppt við greiningu á samfélögum fortíðar. Í þriðja lagi hafa börn og fullorðnir sömu félags- og efnahagslegu hlutverkum að gegna í mörgum samfélögum en slíkar hug- myndir virðast gleymast í samtímanum. Í fjórða lagi þá er mögulegt að læra um __________ 68 Þegar á unga aldri lifi ég enn líf barna og hlutverk þeirra innan samfélaga með notkun fornleifa- fræðilegra gagna, einungis þurfi að læra að bera kennsl á þau. Lífshlaup vs. lífsferli Hugtökin lífsferli og lífshlaup eru menningarlega sköpuð hugtök, líkt og bernska. Tilkoma þriðju kynslóðar femínisma ásamt aukinni áherslu á líkamsrannsóknir hafa leitt til rannsókna á aldri sem hluta af lífshlaupinu. Nýlegar rannsóknir á börnum hafa í raun stuðlað að slíkum rannsóknum innan fornleifafræðinnar og sýnt fram á hvernig efnismenningin hefur verið notuð til að marka upphaf umskipta frá bernsku til fullorðinsára (Gilchrist 2006, bls. 87). Lífsferli má skilgreina sem röð aðskilinna stiga sem einstaklingar ganga í gegnum í lífinu (Gilchrist 2006, bls. 80; Mancicol 2006, bls. 5). Rannsóknir á lífsferli hafa mikið til beinst að menningarbundnum sið- venjum tengdum aldri, einkum þó innan mannfræðinnar snemma á síðustu öld (sjá m.a. Van Gennep 1960; Turner 1969). Siðirnir mörkuðu skil á milli þrepa í lífsferli einstaklinga og voru athafnir líkt og manndómsvígslur, umskurður, fæðing, dauði og gifting. Þetta hvatti til rannsókna á menningarlegri reynslu hvers ævi- skeiðs, frekar en áherslu á ákveðna þætti lífsins, líkt og börn eða fullorðna. Sumir fræðimenn hafa kosið að nota hugtakið lífshlaup í þessu sambandi. Lífshlaupsrannsóknir eiga rætur sínar að rekja til hugmynda sem fram komu um 1990 innan félagsfræði. Markmiðið með þeim var að greina og endur- skilgreina eiginleika hinna mismunandi þrepa í lífinu. Lífshlaup er frábrugðið lífsferli að því leyti að það hefur meiri tengingu við líffræðileg atriði uppvaxtar og öldrunar. Í stað þess að horfa eingöngu á lífsferlið, líkt og bernsku, fullorðinsár og elli, var lífshlaups- hugtakið notað til þess að skilja líf manneskjunnar sem samfellda heild. Það gefur til kynna samhangandi ferli og um leið hvernig lífshlaupið er menningarlega skapað og hlaðið efnislegum táknum. Annar kostur er að tengja líf einstaklinga við dagleg, árstíðabundin eða árleg ferli (Gilchrist 2000, bls. 326; 2006, bls. 79-80, 90). Með því að yfirfæra þess konar viðmið á fornleifafræðilegt samhengi er mögulegt að greina aldursþrep sem ekki eiga við þá samsetningu aldurs og kyns sem þekkist í vestrænum samfélögum nútímans. Í evrópskum sóknarkirkjum og kirkjugörðum frá miðöldum kemur lífshlaupið skýrt fram. Grunnform kirkna var fullmótað á 13. öld og táknaði samkvæmt hugmyndum Gilchrist (1999, bls. 83-87) krossfestan líkama Krists og var táknrænt fyrir lífshlaupið. Fyrirkomulag ákveðinna helgisiða, sérkenna og ímynda líktist líkamlegri hreyfingu sem gekk í gegnum öll rými kirknanna til samræmis við ferli kristilegs lífernis. Kirkjur snúa yfirleitt austur/vestur og er helgasti staðurinn, altarið, í kórnum og snýr venjulega til austurs. Sóknarbörnin __________ 69 Ragnheiður Gló Gylfadóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.