Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 72

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 72
meiðslum, næringu og dauða í mismunandi umhverfi og gera ráð fyrir menningarflokknum barn á grundvelli beinagrindarinnar í stað þess að líta á þau sem lýðfræðilega breytu (Baxter 2005, bls. 97-98; Lewis 2007, bls. 10). Þegar niðurstöður rannsókna á barnsgröfum eru skoðaðar kemur í ljós að börn eru stundum meðhöndluð öðruvísi en fullorðnir, gripasafn barns- grafa er frábrugðið þeirra fullorðnu, börn eru oft grafin á jaðarsvæðum og hljóta öðruvísi greftrun með tilliti til staðsetningar en aðrir samfélagshópar. Skýringuna er mögulega að finna í því að börn séu félagslega týnd á milli kyns/kyngervis, ungs/gamals, afþreyingar/vinnu og margvíslegra annarra tvískiptinga sem eru viðvarandi í nútímasamfélögum. Þessa tvískiptingu innan samfélaga þarf að skoða nánar til að skilja betur vissa þætti þess eins og félagslega ímynd, atbeina einstaklinga, kyngervi og hugmyndafræði svo nokkur dæmi séu tekin. Menningarleg viðhorf gefa fyrirmæli um hvar og hvernig börn eru grafin, hvenær þau eigna sér hugmyndir um kyngervi sitt og hvenær þau teljast fullorðin (Fahlander 2008; Lewis 2007, bls. 1). Aldur og kyn hafa lengi verið grundvallarflokkar félagslegs skipulags innan samfélaga og hefur fornleifa- fræðin einmitt notað þá sem breytur til þess að lýsa og útskýra félagslega aðgreiningu innan þeirra. Í rannsóknum á jarðneskum leifum hefur hugtakið barn þess vegna oft verið skilgreint í tengslum við hugtakið fullorðinn. Segja má að túlkun á félags- og trúarkerfum byggi á skilgreiningum rannsakendanna sjálfra en þannig verða fullorðnir oft normið. Eins er áberandi að ef barn fær sérstaka greftrun á einhvern hátt er það oft túlkað einkennandi fyrir ákveðna aldursflokka. Jarðneskar leifar barna á einum stað eru ekki endilega dæmi um öll börn sem lifðu og bjuggu á ákveðnum stað og tíma (Baxter 2005, bls. 94-96). Rannsóknir á börnum í greftrunar-samhengi eiga þess vegna rétt á sér, líkt og rannsóknir á fullorðnum. Innan fornleifafræðinnar hafa börn að mestu verið sýnileg í gegnum beinagrindina og bendir Derevenski (2000, bls. 9-10) á að hún sé einmitt tilvalin tenging milli líffræði og menningar en skapi samhliða því ákveðinn vanda. Beinagrind segir í raun lítið til um félagslegt líf einstaklingsins og verða fornleifafræðingar þess vegna að styðjast við, oft sjálflægar, túlkanir í því sambandi. Með þeim hætti verða skilin á milli líkama og samfélagslegra þátta jafnframt óskýr. Ef barnsgröf er skoðuð tengist líkaminn oft þeim gripum sem eru í gröfinni og þannig bæði viðheldur og hamlar gröfin vissum hugmyndum um barnið sem í henni liggur. Stundum finnast í barnsgröfum tæki og tól sem þau hefðu ekki getað notað í lifanda lífi. Þau eru því oft túlkuð sem stöðutákn fjölskyldunnar í stað barnsins sjálfs og börn þannig ekki talin hafa eigin félagsstöðu. Lausnin gæti falist í því að greina í barns- gröfunum ákveðin mynstur og reyna að alhæfa um formgerð þeirra. Ákveðinn vandi fylgir þó slíkri lausn, því það gæti __________ 72 Þegar á unga aldri lifi ég enn reynst flókið að gera einstaka leið- réttingu á milli grafar og hins látna þannig að ekkert af upplýsingunum glatist, t.d. þeim sem sýna einstaklings- bundin frávik. Ein leið til þess er að nota líkamlegt sjónarhorn á það félagslega. Í stað þess að leita að mynstri tengdu aldri og kyni, er hægt að tengja einkenni grafanna við ýmsar hliðar beinafræði og þannig skapa tengsl milli líkamseinkenna og grafar í gegnum líkamann. Í framhaldinu væri hægt að spyrja spurninga líkt og hvers konar lík, ekki einstaklingar, eru grafin með ákveðnum hlutum, á vissum stöðum og í ákveðnum byggingum (Fahlander 2008). Fornleifafræðingar sjá aðeins þá þætti sem er stjórnað innan samfélags þeirra fullorðnu og þar sem börn eru grafin af þeim er erfitt að upplifa heim barnanna sjálfra (Parker Pearson 1999, bls 103; Baxter 2005, bls. 93-94). Notkun breiðra aldursflokka í stað þess að nota nákvæmar mælingar fyrir hvern og einn einstakling í beinasafni hefur verið talin leið til þess að koma í veg fyrir svona misræmi. Þetta gæti verið ákjósanlegt við einstaka aðstæður en opnar um leið fyrir þann vanda að félagslegur greinarmunur hverfur. Gripur getur t.d. ákvarðað skil á milli barns og fullorðins, hið sama er hægt að heimfæra upp á kyngreiningu. Skurð- punktur milli hugtakanna kyngervis og aldurs er notaður sem leið til að skoða gerð einstaklinga í stærra félagslegu samhengi frekar en leið til að endurgera frábrugðna menningarflokka (Baxter 2005, bls. 102). Af þessu má ráða að fornleifa- rannsóknir á jarðneskum leifum barna eru mun flóknari en að greina bein þeirra í beinasafni. Fræðimenn verða að greina hvaða þættir tengjast táknrænni minningu ákveðinna einstaklinga og sjá að þær eru valdar og stjórnað af félagslegum þátttakendum. Einnig verður að greina hvaða hluti beinasafns sé táknrænn fyrir félagsstöðu. Þá fyrst geta fornleifa-fræðingar rannsakað börn sem virka þátttakendur í samfélögum. Gagnrýnendur slíkra rannsóknaraðferða hafa bent á að niðurstöður rannsókna á bernsku byggi oft á fyrirfram ákveðnum hugmyndum rannsakendanna sjálfra á því hvað barn eigi að vera. Þetta leiðir oftar en ekki til minni áherslu á mögulegt framlag barna í félags- og efnahagslegu samhengi og útilokar jafn- vel möguleikann á því að nota greftrunargögn til þess að nálgast mismunandi flokka aldurs og kyns milli samfélaga (Baxter 2005, bls. 106-108). Dauði og greftrun barna á miðöldum Vitneskja um útfararsiði og umbúnað látinna hérlendis fyrr á öldum byggist einkum á afrakstri fornleifarannsókna og ritheimildum. Meðal heimilda er helst að nefna Grágás, Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn (2000), Íslenzka þjóðhætti eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1961), Skálholt. Fornleifa- rannsóknir 1954-1958 eftir Kristján Eldjárn og fl. (1988) og Kristni á Íslandi I-III (2000). Spurningalistar Þjóðminjasafnsins veita einnig upp- lýsingar um minningar fólks um __________ 73 Ragnheiður Gló Gylfadóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.