Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 77

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 77
landsvæðum. Greina má t.d. mun á formi og innihaldi grafa, hvort viðarkol hafi verið notuð eða ekki við greftrunina eða einhverjir gripir settir í þær. Notkun og tilgangur kola við greftrun er ekki að fullu ljós en margar skýringar hafa verið lagðar fram. Kolin hafa ýmist verið talin hreinsa sálina, vera tákn um háa stöðu, að þau eyði nálykt eða merki gröfina til þess að hindra notkun staðarins til annars en greftrana (Mjöll Snæsdóttir 1988, bls. 19; Kieffer-Olsen 1993, bls. 166). Hérlendis hafa grafir með kolum fundist víða en þær hafa lítið verið rannsakaðar sérstaklega. Kirkjugarðurinn Þegar skipulag kirkjugarða er skoðað kemur yfirleitt í ljós að grafirnar liggja í röðum eftir ákveðnu skipulagi og ef skörun er lítil innbyrðis bendir það til að þær hafi verið merktar á einhvern hátt á yfirborðinu ef kirkjugarðurinn var lengi í notkun (Gilchrist og Sloane 2005, bls. 219). Á fyrstu öldum kristni voru konur oft jarðaðar fyrir norðan kirkju, karlar fyrir sunnan hana og börnum úthlutað ákveðnum svæðum (Nilson 1994, bls. 80; Steinunn Kristjánsdóttir 2004, bls. 54; Lewis 2007, bls. 32). Erfitt er að vita hvort ákveðnum reglum um kyn þeirra hafi verið fylgt við greftrun, því kyngreining ókynþroska barna hefur aðeins farið fram í örfáum undantekningatilfellum. Stellingar handa Mikilvægt er að veita því athygli hvernig hinum látna var komið fyrir í gröfinni þegar verið er að skoða samfélagslega þætti. Stelling líkamans er mikilvæg heimild um hagræðingu og meðferð líkamans eftir andlát. Dauðastirðnunin verður innan tólf klukkustunda frá andláti og líklegt er að líkið hafi verið sett í ákveðna stellingu meðan það var hreyfanlegt. Líkaminn mýkist aftur eftir um þrjá sólarhringa en fyrir þann tíma er erfitt að hagræða því betur (Parker Pearson 1999, bls. 54). Vegna þessa er nánast öruggt að hendurnar hafa verið settar í ákveðna stellingu áður en líkið stirnaði, því greftrun átti að hafa farið fram innan þriggja daga frá andláti. Jakob Kieffer- Olsen (1993, bls. 167) telur að gröfin hafi átt að skapa ákveðinn ramma fyrir hinn langa svefn og líkið því lagt til í samræmi við hina löngu bið fram að eilífri hamingju í Paradís. Á 11. öld virðist sem hinir látnu hafi átt að sofa fram að upprisunni á hinsta degi. Það þýðir að hinir látnu lágu á bakinu með hendur niður með síðum. Frá 13. öld og fram til miðrar 14. aldar birtist dauðinn ekki sem svefn og talið er að handastellingarnar hafi breyst með þessum nýju hugmyndum. Þá voru hendurnar látnar mætast í ýmsum útfærslum. Þannig stellingar eru ráðandi fram á 15. og 16. öld (Koch og Lynnerup 2003, bls. 72). Lars Redin (1976, bls. 133-134) gerði gerðfræði- rannsókn á handastellingum og notaðist þar við 1250 grafir frá Lagmanshejdan í Svíþjóð. Hann skipti stellingunum í fjórar gerðir, A, B, C og D. Stellingu A taldi hann hafa verið algenga fram á __________ 76 Þegar á unga aldri lifi ég enn fyrri hluta 13. aldar, stellingu B sé að finna frá 1100 en ráðandi frá fyrri hluta 13. aldar fram á 14. öld, C og D hafi síðan verið ráðandi á 15. og 16. öld. Kenningu Redins hefur verið misjafnlega tekið og er hún mjög umdeild. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist um að alltaf munu verða til dæmi um staðbundinn mun, tísku og að yngri gerðir stellinga séu notaðar á eldri tímabilum eða margar samtímis (Kieffer-Olsen 1993, bls. 21-22; Koch og Lynnerup 2003, bls. 68, 72). Gilchrist og Sloane (2005, bls. 152- 153) telja að stundum geti verið erfitt að draga ályktanir út frá stellingum handa vegna jarðrasks sem getur orðið eftir jarðsetningu. Ástæður þess geta m.a. verið að hendur hreyfist úr stað þegar grafir skarast, líkin geta hreyfst til við jarðsetningu og þyngd jarðvegs í gröf hindrað að magi hins látna þenjist út. Merkilegt er að í fyrrnefndum rannsóknum er nánast hvergi minnst sérstaklega á handastellingar barna. Í Danmörku finnast börn oft í svefnstellingum fram á síðmiðaldir og því virðist sem kenningin um handa- stellingar eigi ekki þar við (Koch og Lynnerup 2003, bls. 72). Það sama má segja um England. Þar voru eldri börn oft grafin á hliðinni, kannski til að líkja eftir svefnstellingu en lengi var talið að aðeins ungabörn og nýburar hefðu verið jörðuð í slíkri stellingu (Gilchrist og Sloane 2005, bls. 223). Hér er stuðst við flokkun Lynnerup og Koch (2003, bls. 67) sem birtist í bókinni Skælskor karmeliterkloster og dets kirkegård en bætt var við stellingunni DII (mynd 2). Tilgangur með notkun flokkunarinnar er að greina hvaða stellingar voru notaðar við greftrun barna hérlendis á kaþólskum tíma, hvort að munur komi fram eftir aldri eða staðsetningu. __________ 77 Ragnheiður Gló Gylfadóttir Mynd 2. Þær handastellingar sem notaðar eru í greininni. Grunnur þessarar flokkunar er kominn frá Redin (1976).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.