Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 87
children. Í Joanna Soefer Derevenski
(ritstj.), Children and material culture,
bls 17-26. London: Routhledge.
Loftur Guttormsson (2000). Frá
siðaskiptum til upplýsingaaldar. Kristni
á Íslandi III. Reykjavík: Alþingi.
Lucy, S. (2005). The archaeology of
age. Í Margarita Dìaz-Andreu et al
(ritstj.), The Archaeology of Identity:
Approaches to gender, age, status,
ethnicity and religion, bls. 43-66.
London og New York: Routledge.
Macnicol, J. (2006). Age
Discrimination: An Historical and
Contemporary Analysis. Cambridge:
Cambridge University press.
Mjöll Snæsdóttir (1988). Kirkjugarður
að Stóruborg undir Eyjafjöllum. Árbók
Hins íslenzka fornleifafélags 1987, bls.
5-40.
Montgomery, H. (2005). Gendered
childhoods: a cross disciplinery
overview. Gender and education. 17.
árg., 5 tbl., bls. 471-482.
Nilson, B. (1994). Kvinnor, män och
barn på medeltida begravningplatser.
Projektet SVERIGES KRISTNANDE.
Publikationer 3. Uppsalir: Teologiska
Institutionen.
Orme, N. (2001). Medieval children .
Yale university Press: New Haven og
London.
Parker Pearson, M. (1999). The
archaeology of death and burial. Sutton
Publishing.
Redin, L. (1976). Lagmanshejdan. Ett
gravfält som spegling av sociala
strukturer i Skanör. Acta Archaeologica
Lundensia Series, nr. 10. Lund: CWK
Gleerup.
Schwartzman, H. B. (2006).
Materializing children: challenges for
the archaeology of childhood.
Archaeological papers of the American
anthropological association 15, bls.
123-131.
Sigurður Líndal (1974). Saga Íslands I.
Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag.
Steinunn Kristjánsdóttir (2004). The
Awakening of Christianity in Iceland.
Discovery of a timber church and
graveyard at Þórarinsstaðir in
Seyðisfjörður. GOTARC Series B nr.
31. Gothenburg: University of
Gothenburg.
Stirland, A. (2003). Human bones in
archaeology. A Sire Archaeology book
nr. 46. Buckinghamshire, Shire
Publications LTD.
__________
86
Þegar á unga aldri lifi ég enn
Nokkur vakning hefur verið hérlendis
undanfarin misseri á því sérsviði sem
nefnt hefur verið kynjafornleifafræði
(e. Archaeology of Gender). Þrátt fyrir
miklar framfarir og útgáfu á slíkum
rannsóknum á heimsvísu hefur fram-
gangur greinarinnar verið mjög hægur á
Íslandi.
Einn þeirra efnisflokka sem hvað
skýrast varpa ljósi á kyn- og kyngervis-
bundna efnismenningu fortíðar eru
grafsiðir frá tímum heiðni. Doktors-
ritgerð Kristjáns, Kuml og haugfé, var
frumkvöðlaverk því hún var fyrsta
yfirlitsverkið sem gefið var út um
grafsiði á víkingaöld á Íslandi sem
unnið var af fornleifafræðingi. Enn
þann dag í dag er hún eina yfirlitsverkið
af þessu tagi. Við endurútgáfu hennar
árið 2000 var ákveðið að breyta
upprunalegum texta sem minnst og
uppfæra hann aðeins að því leyti að sá
efniviður, sem hafði bæst við frá því
hún var fyrst gefin út árið 1956, var
hafður með.
Kyn, kyngervi og kynjafræði
Tilurð enska hugtaksins gender, hefur
haft mikil áhrif á þróun kynjafræða og
verið sem vendipunktur í femínískum
fræðum. Það hefur valdið straum-
hvörfum í jafnréttisbaráttu kvenna sem
og í fræðastörfum eins og sjá má við
nálganir á efniviði fornleifafræðinnar.
Lengi vel voru kyn og kyngervi
álitnir tveir aðskildir flokkar og
fornleifafræðingurinn Lynn Meskell
útskýrir þann aðskilnað með tilvitnun í
Gatens: Kyn er álitið staðreynd
líkamans - á meðan kyngervi er
félagsleg viðbót við kyn (Meskell 1999,
bls. 71). Skipting kynjanna í tvo hópa
hefur lengi verið talin líffræðileg
staðreynd. Slíkar staðhæfingar hafa þó
almennt verið hraktar og kyn því álitið
jafn óstöðugt og kyngervi.
Hitt kynið
Líffræði einstaklinga hefur í gegnum
tíðina verið talin eins konar örlög,
eitthvað sem er óbreytanlegt og fast.
Sama á við kyn þeirra, hefðbundna
__________
87
„Undir mold og steinum...“
Rýnt í stöðu kynjafornleifafræði á Íslandi
Sandra Sif Einarsdóttir
MA-ritgerð mín fjallaði að miklu leyti um áhrif Kristjáns Eldjárns á orðræðu íslenskrar
fornleifafræði, en í þessari grein sem unnin er upp úr ritgerðinni verður áherslan lögð á
þróun kynjafræði innan fornleifafræði og þá sérstaklega innan íslenskrar fornleifafræði.