Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 119

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 119
ströndum Ástralíu festist það á rifinu og sökk með 31 manni úr áhöfninni og fjórum föngum (Thomson 2008, bls. 70 -71). Skipbrotsmennirnir slógu upp búðum á sandeyrum þar rétt hjá í tvær nætur eftir skipsbrotið og reyndu að ná eins miklu af búnaði úr skipinu og kostur var á. Höfðu þeir aðgang að flakinu því björgunarbátarnir fjórir höfðu allir bjargast. Því næst tók við erfið 16 daga sigling á björgunar- bátunum áleiðis til Timor áður en hið hollenska Austur-Indíafélag gat flutt þá aftur til Englands (Thomson 2008, bls. 22-27). Af þeim 14 uppreisnarmönnum sem handsamaðir voru á Tahítí drukknuðu fjórir þegar skipið sökk, fjórir voru sýknaðir og sex voru dæmdir sekir. Af þeim voru tveir náðaðir, einn var sýknaður vegna lagatæknilegs atriðis en þrír voru teknir af lífi í höfuðstöðvum breska flotans í Portsmouth (Gesner 2000a, bls. 19). Engar tilraunir voru gerðar af sjóhernum til að bjarga skipinu (Gesner 2000a, bls. 2). Einu fregnirnar um hina hinstu för Pandóru voru sögur áhafnarinnar, uppreisnarmannanna og bók Geoffrey Rawson sem byggði á frásögnum þeirra (1963). Þetta var raunin þar til kafararnir og heimilda- myndagerðarmennirnir Steve Domm, John Heyer og Ben Cropp fundu skipið á nýjan leik árið 1977 (Gesner 2000a, bls. 2). Skipið fór þá í umsjón sjóminjasafnsins í Queensland og hófst neðansjávaruppgröftur í október 1983. Í fyrstu var markmið uppgraftarins að staðsetja skipið, koma hnitakerfi á strandstaðinn og athuga hversu mikið af skipinu væri varðveitt undir sandinum. Í framhaldi af þessum forkönnunum átti að athuga ástand þeirra gripa sem kynnu að vera um borð og hvort hægt væri að ná þeim upp á yfirborðið (Gesner 2000a, bls. 23-24). Árangur rannsóknanna árið 1983 var það góður að umfangsmeiri rannsóknir fóru fram árin 1984 og 1986. Þessir uppgreftir beindust einkum að skuti skipsins þar sem vistarverur og forða-búr yfirmannanna voru (Gesner 2000a, bls. 30-33). Í leiðangri sem farinn var árið 1993 var sýnum af sjávarbotninum safnað og fjarkönnun (e. remote sensing) notuð til að kortleggja umhverfið á hafsbotninum þar sem skipið lá en einnig var hafist handa við að verja þau svæði sem áður höfðu verið opnuð við rannsóknirnar (Gesner 2000a, bls. 40-42). Við þessar athuganir kom betur í ljós að þeir hlutar skipsins sem höfðu varðveist voru lest skipsins og neðra þilfarið en efri þilförin tvö hafði sjórinn rofið í burtu (Gesner 2000b, bls. 48). Árið 1995 fór fram umfangsmikill uppgröftur á skipsflakinu þar sem miðskipið var rannsakað en rannsóknir héldu auk þess áfram í skuti skipsins (Gesner 2000a, bls. 45). Rannsóknunum var haldið áfram á árunum 1996-1999, en með breyttum áherslum þó, þar sem horfið var frá því að rannsaka allt skipið og beindust rannsóknirnar eftirleiðis aðeins að skutinum og stefninu. Peter Gesner sem stjórnað hefur rannsóknum á skipinu hefur sagt að ástæða þessara breytinga __________ 118 Að opna öskju Pandóru hafi verið að „…[m]eð því að einblína á skutinn og stefnið, sem innihalda efnismenningu sem ber vitni um líf og störf áhafnarinnar, verður hægt að rannsaka smekk einstaklinga og venjur áhafnarinnar“ (2000a, bls. 47, þýð. höfundar). Fundaskrár fyrstu fimm ára rannsóknanna voru birtar af sjóminjasafninu í Queensland (Campbell og Gesner 2000), nákvæmar teikningar af skipinu hafa verið gefnar út (McKay og Coleman 1992) og einnig hafa birst frekari rannsóknir á gripunum sem fundust við rannsóknir á skipinu. Griparannsóknirnar hafa hingað til einblínt á fremur sértæka efnisflokka s.s. forvitnilega gripi frá Tahítí (e. artificial curiosities) (Campbell 1997; Fallowfield 2001; Illidge 2002), pumpur skipsins (Coleman 1988), vasaúr (Carpenter 1985) og læknisáhöld (Piggott 1995). Áherslubreytingin frá 1996 hefur því enn ekki skilað tilætluðum árangri og rannsóknarsaga Pandóru er eins og margar rannsóknir í sjávarfornleifafræði (sjá t.d. Flatman 2003) snauð af umfjöllun um félagslega þætti eða um líf fólksins um borð. Karlmennska á 18. öld „Einhvern tíma á 18. öld var kyn, eins og við þekkjum það, fundið upp“ (Laqueur 1990, bls. 149, þýð. höfundar). Thomas Laqueur hefur bent á að stakkaskipti hafi orðið á 18. öld á því hvernig kyn og kyngervi voru skilgreind. Á öldunum fyrir þá 18. var einkynja líkan við lýði. Litið var á líkama karla og kvenna sem mismunandi birtingarmyndir á sömu grunnbyggingunni þar sem hiti og raki mótuðu mismunandi kyngervi (Laqueur 1990, bls. 153): heitt og þurrt voru eiginleikar sem mótuðu karlmennsku en kuldi og bleyta mótuðu kvenleika (Kent 1999, bls. 145). Í kjölfar framfara í læknisfræði á 18. öldinni var horfið frá þessum skilgreiningum og líkamar karla og kvenna aðgreindir og hlutar líkamans sem áður höfðu ekki nöfn, eða voru hugsaðir eins, settir í tvo mismunandi kynjaða líkama karla og kvenna (sjá mynd 1). Á 18. öldinni varð því til tvíkynja líkan þar sem kyngervi var mótað á líffræðilegum mun (Laqueur 1990, bls. 150). Tvær birtingarmyndir á innri kynfærum kvenna úr læknahandbókum, annars vegar frá 16. öld og hins vegar frá þeirri 19. sem sjást á mynd 1 sýna vel áherslubreytinguna frá því að líta á líkama karla og kvenna sem hliðstæður til þess að líta á þá sem andstæður. Þessi líffræðilegi munur olli því líka að breyting varð á því hvaða þættir voru taldir karlmannlegir. Dyggð, sjálfstæði og rökvísi urðu birtingarmyndir karlmennsku par excellence mótaðar á eðlislægum eiginleikum í stað hita og þurrks (Gregory 1999, bls. 119). Þó segja megi að sjálfstæði hafi verið hluti af karlmennsku fyrr var það á seinni hluta átjándu aldar sem sjálfstæði frá heimili og þáttaka í opinberri umræðu hætti að vera einkamál yfirstéttarkarla og varð sjálfstæði að eðlislægum __________ 119 Sindri Ellertsson Csillag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.