Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 143

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 143
skýrustu dæmin um það. Fátækt kumlasafnsins taldi Kristján þó fyrst og fremst birtast í fjölda gripa en ekki í gæðum þeirra. Af því dró hann þá ályktun að gripafæðina mætti fremur rekja til almennrar íhaldsemi manna og tregðu til gripafórna, en síður til fátæktar (Kristján Eldjárn, 1956, 243). Þó ekki endilega í þeim tilgangi að staðfesta eða myndskreyta hina rituðu Íslandssögu var rannsóknarhefðin innan íslenskrar fornleifafræði lengi vel nokkuð einskorðuð við gerðfræðilegar, tímatalsfræðilegar eða upprunatengdar spurningar, sem óneitanlega eru oft á tíðum grundvallaðar í hinni rituðu sögu. Í tilfelli kumlanna má segja að sá eilífi samanburður sem af þessu hefur hlotist, við annarsvegar ritheimildir og hins vegar efnismenningu annarra norrænna svæða, hafi á vissan hátt kynt undir þeirri skoðun að kumlin séu fátækleg og upplýsingasnauð. Þetta kemur meðal annars fram í tregðu til þess að líta á íslenska kumlasafnið sem spegilmynd sérstaks siðar sem og í tíðum yfir- lýsingum um fátækt þess og einsleitni. Sláandi dæmi um þetta eru opnunarorð Kristjáns Eldjárn í erindi hans á fjölþjóðlegri ráðstefnu á Fornminja- safninu í Edinborg 1981: „The material at hand is probably more or less known to my audience. I do not pretend to offer any striking novelties, nor do I think we should expect any“ (Kristján Eldjárn, 1984, 3). Viðhorfa sem þessa gætir fram á þennan dag. Orri Vésteinsson tók til að mynda nýlega undir með Kristjáni Eldjárn að Íslendingar gætu talist nokkurskonar „fátækir frændur Norð- manna“ þegar kemur að haugfé og umbúnaði hinna látnu (Orri Vésteinsson, 2000, 169). Segja má að þrátt fyrir þá miklu umfjöllun sem íslensk kuml hafa hlotið í gegnum tíðina séu kumlin í raun lítt rannsakað fyrirbæri. Markmiðanna vegna hefur áherslan verið á einstaka þætti en ekki á kumlið sem heild auk þess sem einblínt hefur verið á það sem ekki er til staðar og mögulegar skýringar á því. Upprunans vegna er Noregur, norska kumlasafnið og „norski siðurinn“ í þessum rannsóknum einskonar „norm“ eða „prótótýpa“ sem íslensku kumlin eru mæld við og leidd af. Áherslan verður í framhaldinu á það sem íslenska kumlasafnið skortir til þess að geta talist al-norskt – þ.e. stóra hauga, meiri fjölbreytni, ríkidæmi, brunakuml o.s.frv – og megináhersla er lögð á að skýra hvers vegna t.d. með vísun í fátækt, kristin áhrif, íhaldsemi, skort á eldiviði o.s.frv. Þó svo það sé aldrei sagt berum orðum er viðhorfið í rauninni það að íslenska kumlasafnið sé frávik. Í framhaldi af þessu má benda á að eitt megineinkenni íslenska greftrunar- siðarins, hesturinn, hefur, í takt við ofangreind viðhorf, ekki verið tekið alvarlega heldur skýrt með skírskotun til efnahagslegra aðstæðna, íhaldsemi eða metnaðarleysis um leið og það er talið vitna um einsleitni kumlasafnsins í heild. Í grein um íslenska hestinn frá 1981 fjallar Kristján Eldjárn um mikinn fjölda kumlhesta og segist telja að hann __________ 142 Fé og frændur í eina gröf „... kunni að stafa af því að hér hafi þegar snemma verið gnægð hrossa og því kostnaðarlítið að grípa einn úr hópnum til þess að fylgja þeim dauða á því ferðalagi sem hann átti fyrir höndum ...“ (Kristján Eldjárn, 1981, 4). Þessa skoðun, þ.e. að fjölda kumlhesta (og fæð gripa) megi fyrst og fremst (eða einvörðungu) rekja til efnahagslegra aðstæðna, hefur síðan skotið upp kollinum víðar. Þannig bendir Orri Vésteinsson á að fjölda hesta í íslenskum kumlum megi ef til vill rekja til þess að skortur hafi verið á hráefnum sem og þekkingu til framleiðslu á gripum í landinu, en nóg af hrossum, og því hafi verið nærtækt að grípa til hestafórna við greftranir (Orri Vésteinsson, 2000, 170). Þessi skýring er að mínu mati engan veginn fullnægjandi. Auðveldlega má færa fyrir því rök að hagkvæmast hefði verið að láta af þeim sið að leggja haugfé í grafir hafi aðstæður verið slíkar – en það var ekki gert. Auk þess eru „fórnir“ eins og haugfé í gröfum – hvort sem um er að ræða dýr eða gripi – í raun hvorki hagstæðar né óhagstæðar í bókstaflegum skilningi. Dýrið eða gripurinn sem fórnað er, er ekki vara (e. comodity) og athöfnin sjálf, fórnin, er varla knúin áfram í hagnaðarskyni, né heldur beinlínis til þess að takmarka tjón. Þess vegna tel ég að það geti í grunninn valdið ákveðnum misskilningi að tala um hana sem slíka. Það sem oft hefur gleymst í umfjöllun og dómum um kumlin er að hestarnir eða haugféð sem um ræðir finnst í ákveðnu samhengi (e. context) sem ekki má slíta það úr. Það er almennt viðurkennt að samhengið, í þessu tilfelli gröfin og greftrunin sem hún er hluti og afurð af, sé ákveðin forsenda skilnings eða túlkunar. Þannig er til dæmis eitt að finna snúna glerperlu eða brýni við uppgröft á verslunarstað en annað að finna sömu gripi í kumli. Þótt vissulega hafi þeir síðarnefndu á lífsleið sinni ef til vill komið við í verslunarstaðnum og víðar, og þannig tekið á sig ýmsar myndir vitundar (e. identity) eins og vörur, gjafir, þýfi, gjaldmiðlar, erfða- góss, fórnir – og nú síðast fornleifar, haugfé og að lokum „Þjms. 10595“. Í dag er okkur tamt að hugsa um flesta hluti sem vörur enda svo til allt falt í kapítalísku markaðssamfélagi og flestir hlutir auk þess bætanlegir (e. replaceable). Fjölda hesta eða fæð gripa er hins vegar ekki hægt að skýra með vísun í efnahagslegar aðstæður einar og sér, því þótt gröfin og greftrunin sé vissulega hluti af stærra samhengi, sem m.a. er efnahagslegt, er hagkvæmni varla megindrifkraftur athafnarinnar. Það hlýtur að hafa verið eitthvað annað sem bjó að baki, eitthvað sem bauð fátæktinni byrginn, og það er þetta sem mörgum athugunum á kumlum og haugfé hefur láðst að taka til greina. Í mörgum tilfellum virðist gengið útfrá því að greftrunin hafi farið fram í tómarúmi, einskonar hugsunarlaus og merkingarsnauð hlýðni eða undirgefni fólks sem stóð máttvana gagnvart „hefðinni“. Þannig heldur Kristján Eldjárn því til dæmis fram að „[f]lestir hlutir daglegs lífs, þeir sem á annað borð gátu rúmast í kumli, haf[i] verið __________ 143 Þóra Pétursdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.