Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 149

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 149
fyrir í öllum tegundum kumla má hér á landi greina tengsl á milli vopna og hesta. Í kumlatalinu (Kristján Eldjárn, 2000) innihalda sex grafir alvæpni og var hest að finna í fimm þeirra (Kt-401, 98:1+4, 117, 144), en bát í þeirri sjöttu (Kt-37). Hest er einnig að finna í öðrum vel vopnuðum kumlum, eins og á Hemlu (Kt-5:1) og Galtalæk (Kt-17), en undantekningar finnast einnig eins og Öndverðarnes-kumlið (Kt-47). Sú staðreynd að hesta er yfirleitt að finna í ríkulegum og vel vopnuðum kumlum gefur því tilefni til að ætla að tengsl hafi verið á milli hesta(eignar) og efri laga samfélagsins, en um leið undirstrikar kumlasafnið í heild að hesturinn er óháður félagslegri stöðu og þótt vissulega sé ákveðin fylgni á milli ríkulegra grafa og hesta eru þess einnig dæmi að hestur sé eina haugfé grafar. Ef litið er á hvernig hestar eru greftraðir er greinilegt að um- búnaðurinn lýtur ákveðnum „reglum“ og má í grófum dráttum segja að hann sé af tvennum toga (Kristján Eldjárn, 2000, 44-251 og 308-311). Annars vegar eru hestar lagðir í grafir með mönnum, oftast til fóta, og einn haugur orpinn yfir (sem hefur þó e.t.v. verið tvítoppa). Hins vegar eru hestar greftraðir í sérstökum gröfum sem ekki eru í sýnilegum tengslum við mannsgrafir, að öðru leiti en því að þær eru innan um mannsgrafir á kumlateigum. Þar sem maður og hestur deila gröf er ennfremur um ákveðinn breytileika að ræða. Annar möguleikinn er sá að hestur og maður liggja í óskiptri gröf, og hesturinn þá jafnvel alveg við eða ofan á fótum mannsins. Hinn möguleikinn er að sameiginleg gröf manns og hests sé aðgreind í tvö niðurgrafin rými og aðeins mjótt jarðvegshaft sem skilur á milli. Þess eru líka dæmi að aðeins sé um eina niðurgrafna gröf að ræða en hesturinn lagður á yfirborðið við enda hennar, eins og í kumlum 12 og 13 í kumlateignum á Brimnesi við Dalvík (Kt-89). Í báðum tilfellum, þ.e. bæði í sameiginlegum kumlum manns og hests og stökum hestkumlum, er hesturinn lagður í gröfina á ákveðinn hátt, eða að því er virðist eftir ákveðinni forskrift. Í sameiginlegu gröfunum liggur hesturinn oftast til fóta og snýr yfirleitt lendinni að manninum. Þó eru einnig dæmi um að hestur sé heygður til hliðar við mannsgröf eins og virðist hafa verið tilfellið með eitt kumlanna á Kápu (Kt- 3). Þar sem það má greina liggur hesturinn yfirleitt á hliðinni, „hringaður saman“, þannig að hryggurinn er sveigður, fætur gjarnan krepptir undir kviðinn og höfuðið sveigt inn undir líkamann. Á þessu eru auðvitað undantekningar, svo sem í kumlinu á Kápu (Kt-3) þar sem hesturinn virtist liggja á kviðnum, e.t.v. eins og hann hné niður. Almennt virðast menn þó hafa lagt sig fram við að leggja hestana til í gröfunum. Flest hestkuml innihalda aðeins eitt dýr og á það jafnt við stök kuml og sameiginleg. Þó eru þónokkur dæmi þess að tveir hestar séu heygðir saman, bæði í stöku kumli og með manni. Við endurútgáfu kumlatals voru þessi dæmi __________ 148 Fé og frændur í eina gröf 1 Skammstöfunin “Kt” stendur fyrir kumlatal og tekin upp eftir Kristjáni Eldjárn (1956, 2000), en númerin vísa til endurútgáfu Kuml og haugfé frá 2000. a.m.k. níu talsins (Kristján Eldjárn, 2000, 308). Eins virðist það almennt hafa tíðkast að leggja heil dýr í grafir en ekki parta. Eitt dæmi er um það, í kumlinu á Miklabæ í Blönduhlíð (Kt- 75), þar sem partar af hrossi voru lagðir við höfðaenda grafarinnar. Einnig taldi Daniel Bruun að stakur hrosshaus hefði verið heygður í einu Berufjarðar- kumlanna (Kt-50). Í sumum tilvikum hefur höfuðið þó verið höggvið af skepnunni en lagt í gröfina með líkamanum. Það átti t.d. við um öll hrossin í kumlateigunum á Brimnesi við Dalvík (Kt-89). Stök hestkuml eru samkvæmt endur- útgáfu Kumla og haugfjár ellefu talsins, þ.e. kumlin á Dalvík (Kt-89:9), Kálfborgará (Kt-112:4), Núpum (Kt- 121), Stærri-Árskógi (Kt-91), Kornsá (Kt-63), Enni (Kt-77) og Stafni (Kt-67), tvö kuml á Hemlu (Kt-5:1) og tvö kuml í Glaumbæ (Kt-120:1 og 6). Í kumlunum á Kálfborgará og á Núpum voru tveir hestar heygðir saman og á Kornsá er mögulegt að hestur og hundur hafi hvílt í sameiginlegu kumli, en í hinum tilvikunum var aðeins um einn einstakling að ræða. Mér vitandi hafa engin stök hestkuml bæst við síðan um aldamót. Þessa tölu eins og aðrar ber þó auðvitað að taka með nokkrum fyrirvara, enda ekki fyllilega ljóst í öllum tilvikum hvernig túlka beri __________ 149 Þóra Pétursdóttir Mynd 1. Kuml 12 á Brimnesi við Dalvík. Í gröfinni hvíldi kona, 18-25 ára (Hildur Gestsdóttir, 1998), hundur og hestur. Haugfé fannst bæði í tengslum við konuna og hestinn (Kristján Eldjárn, 2000:167).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.