Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 18
16
SAGA
Minningarmarkið.
(Æfintýri.)
Eftir J. Magnús Bjarnason.
I þaS mund, þá er þjóSflutningarnir miklu hófust,
kom ættkvísl nokkur af göfugu kyni frá Austurheimi
og settist aS í skóglendi viö sjó fram, norSarlega á Vest-
urlöndum. — Atti fólk þetta í fyrstu við margar og
þungar þrautir aS stríSa; en meS frábæru þolgæöi og
atorku van,n þaS sigur á þeim öllum. Og þegar fram
liSu stundir, var bygS þessarar göfugu ættkvíslar ein
hin blómlegasta á noröurhveli jarSar.
Þá er hundraS ár voru liöin frá því, er bygSin hófst,
kom fólkinu saman um, aS reisa eitthvert óbrotgjarnt
merki til minningar um þann atburð. Og var hver og
einn, sem kominn var til vits og ára, í ættkvíslinni, beð-
inn aö láta í ljósi álit sitt um þaS, hvernig minningar-
merkiS ætti aö vera. Og allir voru mjög fúsir til þess
aS leggja þar orö í belg.
“Eg vil aS höggviri sé standmynd úr marmara,’’
sagSi einn.
Annar sagSi:
“Betur ætti þaS viS, aS nöfn allra landnámsmann-
anna væru greypt gullnum stöfum á stálplötu, sem geymd
væri í þingsalnum.”