Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 21
SAGA 19
(Skammkell, Knafahólar, Einar Hjaltlendingur, eem
Styrmir nefndi Gunnar og er rétt). Hann þekkir Grettlu
og MelabókarbrotiS (sem þá var heilt). Hann ritar því
Njálu eftir 1334. Þá dó Haukur.
GuSbrandur Vigfússon taldi (um 1860) “ekkert hand-
rit Njálu eldra en um 1300” (Skirnir 1922, bls. 147). Þetta
mun og víst. Þau eru öll yngri. Vísur Njálu vísa nú leið-
ina. Guðmundur meistari Þorláksson kveðst (í Skáldatali,
bls. 81) hafa “góða heimild fyrir því, að vísur Njálu,
sumar, sé óekta”. Þær eru ekki eldri en frá 14. öld.
Hver er heimildin? Eg hefi nú fundið hana aftur, eftir
langa leit. Þaö er saga Guömundar biskups góöa, eftir
Arngrím ábóta, — þaS er aS segja drápur Einars Gils-
sonar þar, um Guömund biskup, sem sýnast kveönar
um 1345.
Eg get nú, af samanburöi vísna Einars vi'ö visur
þær í Njálu, sem eignaSar eru Gunnari, Unni, Sigmundi
hvíta, SkarphéÖni og Kára (nema tvær), fullyrt ab þær
vísur í Njálu muni vera eftir Einar Gilsson. Svo fjöl-
margt er þar orörétt endurtekning, aö hér fæst ekki
rúm fyrir. Þetta veröur sýnt ljósar annarsstaöar, ef
æfin endist. En er þá Einar höfundur Njálú? Eg tel
víst, aö hann sé síðasti, ef ekki einasti, höfundur henn-
ar, og aö hún sé rituð svo sem 1350—1360, kannske á
Þingeyrarklaustri, aö nokkru leyti með tilstyrk Arngrims
ábóta Brandssonar, er áöur var prestur í Odda og síðan
munkur í Veri (1341).
Þetta styöur máliö: