Saga: missirisrit - 01.06.1926, Síða 28
26 SAGA
lífsspursmál fyrir ySur, heldur en. kaupmanninn útlenda,
sem kemur hingaS til vörukaupa, aö læra málið og kynna
yður framleiðslu- og framfaraskilyrSi öll í landi þessu —
i efni og anda — bókleg og verkleg. —
Kaupmenn og verzlunarmenn hafa oftast dálítiS víS-
tælcari þekkingu, heldur en algengir verkamenn, aS
minsta kosti í verzlunarsökum, þeir eru oftast fjárráða-
menn. Fæst af yður hafið á nokkuð að treysta nema
tvær hendur, og svo það sem öllum er gefið í vöggu-
gjöf — guð og lukkuna.
Engum sanngjörnum manni kemur til hugar, að
alt hið umliðna geti verið gleymt, en það er erfitt tveimur
ólíkum herrum að þjóna. Það er erfitt fyrir fátækan
daglaunamann að læra alt það, sem læra þarf undir gagn-
ólíkum lífsskilyrðum, hér í Ameríku, og jafnframt að
byggja upp félagslíf eftir siðum og venjum í löndum
þeim, þar sem þið voruð borin og harnfædd.
Þér verðið þess vegna að læra málið, eins fljótt
og eins vel og yður er mögulegt, svo þér getið tekið þátt
i öllum opinberum framkvæmdum með skilningi og þekk-
ingu. Ef þér ekki lærið vora fögru engil-saxnesku-ame-
rísku tungu, sem vér elskum svo hjartanlega, getið þér
ekki lært að meta og notfæra yður menta- og menningar-
stofnanir vorar. Þér getið ekki orðið þeim trúir, þér get-
ið ekki orðið löghlýðnir borgarar, nema þér rannsakið
sögu vora, þar sem þér sjálfir sjáið og skiljið, hversu
mikiö vorir hugprúðu ættjarðarvinir hafa í sölur lagt, til