Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 43
SAGA 41
maSur sá, er með hyggjuviti sínu finnur ráS til þess aS
binda þann gamla.”
Lúöa nú tímar fram.
A eyju einni noröur í hafsauga býr maöur, sem
hefir gert merkilegt yfirlit yfir margt það, sem menn-
irnir hafa reynt, og sumt hitt, sem þá hefir órað fyrir.
Kallar hann snjalt til þjóðar sinnar og kveðst sjá veg
út úr vandanum og leið til ljóssins. Landar hans standa
sem þrumu lostnir, er þeir heyra þessi tíðindi. En þegar
þeir koma tungunni fyrir sig, hvísla þeir hver að öðrum:
“Auminginn, hann er brjálaður.”
Ekki voru þó allir á sama máli. En þá kom Þjóð-
ræknin til skjalanna: “Ekki má hann teljast alveg súrr-
andi bandvitlaus; því hann hefir ráðið sumar þær gát-
ur, sem okkar vitrustu mönnum reyndust ofurefli. Hitt
er auðsætt, að hann er ekki vitringur sá er spáð var
um.”
“Og hvað hafið þér til marks um það'?” spurðu
hinar efagjörnu — því allir þéra Þjóðræknina. En hún
strauk brúnaskurðinn frá augunum og bar fimlega
duftpúðann að andlítinu. “Hinn mikli spámaður á að
hafa stóra vörtu á nefinu,” mælti Þjóðræknin og ein-
blíndi út í myrkrið; “en eins og þér sjáið, hefir þessi
landi vor enga vörtu á nefinu.”
Enginn gat efast um sannleiksgildi orða Þjóðrækn-
mnar. Þreifaði nú hver um sitt nef og annara, en vart-
an hefir enn ekki fundist.