Saga: missirisrit - 01.06.1926, Síða 47
SAGA 45
"Hver er þa'ð, sem þú ert a'ð tala um að sannfæra?”
spurði .Kristófer.
“Eg tala aldrei við sjálfan mig. Þú ert sá eini,
sem mál mitt heyrir nú. Ekki er nú svo mikið um fram-
farirnar hérna í himnaríki, aS fólk geti gert sér þaS
til skemtunar, aS nota talsíma eSa “radio’’,” mælti Leifur.
“En viSvíkjandi sjálfum þér, þá hafSirSu þrjú skip í
þínum margauglýstu landkönnunarferSum; en þrátt fyrir
þaS, þá komst þú aldrei lengra en til San Salvador,”
bætti hann viS.
“Eg lenti í ofsaroki, og skipsmenn mínir hótuSu aS
kasta mér fyrir borS,” svaraSi Kólumbus gamli í meS-
aumkvunarróm.
“Eg lenti líka í ofsaroki, og hafSi ekki nema eitt
skip, mikiS minna. Þrátt fyrir þaS, þá kom hvorki mér
eSa félögum mínum til hugar ag snúa aftur,’’ svaraSi
Leifur Eiríksson.
“Ja, hvar ætli þú hafir lent í ofsaroki, nema þá í
hjálminum þínum,” mælti Kristófer Kólumbus.
“HafSu vtaumhald á tungu þinni, Kristóferi,” svar-
aSi Leifur þungbúinn, og bjó sig undir aS gefa Kristófer
eftirminnilega ráSningu. En þá heyrSi hann glymjandi
lúSraþyt og stilti sig.
En hvaS var þetta'?
Hér var eitthvaS óvanalegt á ferSum. Landkönn-
unarmennirnir litu báSir viS jafnsnemma. Sáu þeir aS
neSan eftir strætinu kom vagn meS sex mönnum
dökkklæddum. HöfSu þeir allir háa hatta á höfSum, og