Saga: missirisrit - 01.06.1926, Síða 48
46 SAGA
báru fána í höndum, sem á var letrað:
"Alment vínsölubann um þvert og endilangt himna-
ríki. Norður-Dakota tekin til fyrirmyndar. Þar voru
aðeins tveir menn teknir fastir í júlí, ágúst og septem-
ber 1925, og sektaðir samtals $25. Bn á sama tíma voru
í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, D. C., 800 tekn-
ir fastir og 529 manns sektaðir fyrir vínbannsbrot, sem
alls nam $56,000. — Niður með alla vínsala!”
Eitthvað fleira var ritaö á fána þessa, en vagninn
var á svo hraðri ferð, aö þeir Leifur og Kristófer gátu
ekki séö meira fyrir víst, því æstur skríllinn fylgdi vagn-
inum eftir með allskonar óhljóðum og skrípalátum.
“Hverjir voru þetta?” spurði Kólumbus svolítinn
dreng, sem hljóp á eftir vagninum.
“Þetta eru tuttugustu aldar menn frá Norður-Ame-
ríku, sem er rétt nýbúið að leyfa hér inngöngu meðal
hinna útvöldu,” svaraði drengurinn um leið og hann
skauzt upp strætið.
Eeifur og Kólumbus litu hvor til annars, og þá
setti hljóða. Leifur tók fyr til máls:
“Því leyfðu þeir ekki landsmönnum þínum og sam-
tímismönnum hér -inngöngu, frekar en þessum gjögur-
mennum. Eins og þú hefir vafalaust tekið eftir, þá er
mjög fátt af þeim hér. Þú manst hvernig hirðlífið var
orðið á Spáni á þínum dögum; fáir voru svo ljúfir að
ljúga, að ljúfari væri ekki einhverjir að trúa. Sú kenni-
mannlega stefna hefir orðið skrefadrjúg á jörðinni. Þeg-