Saga: missirisrit - 01.06.1926, Blaðsíða 49
SAGA 47
ar eg fann Ameríku, þá var þaS skoöuð dygð a‘8 segja
kost og löst hvers sem var.’’
Og Leifur hélt áfram: “Þú fanst Ameríku; þitt
landnám varð þar varanlegt; þú ert maðurinn, sem
berð ábyrgö á landafundi þínum.”
“Nei, nei! Aldrei, aldrei! Eg fann ekki Ameríku;
þa8 var Cuba, sem eg fann. Eg get sannaö þaö!” mælti
Kristófer í auömjúkum bænarróm.
En Leifur veitti þessu litla eftirtekt, sem Kólumbus
sagði; hann. var að hugsa um annað, sem var honum
alvarlegt áhyggjuefni. Hjonum fanst hann hafa séð aug-
lýst á einum fánanum, sem þessir tuttugustu aldar Ame-
ríkumenn veifuðu yfir höfðum sér:
“Nýr sigur fyrir bindindið í N. D. Kímnisskáldið
K. N. orðið G. T.!’’
Þetta þóttu Leifi Ijótar fréttir, ef sannar reyndust,
því hann var fornfrjáls í anda, enn þá, og hafði oft haft
það sér til skemtunar að horfa niður til skáldsins, í gegn-
um blikandi rósrauðan kvöldroðann. Leifur hafði mikið
uppáhald á mánanum, eins og gletnisskáldið, sem söng,
eins og hin fornu kappa-skáld, hetjukvæði og þakkarstef
til þess guðsins, sem gleðina veitti mesta. Og Kólumbus
heyrði Leif raula fyrir munni sér:
“Eg þekti þar bindindis böðla,
sem bjórinn frá okkur tóku.”
Og
“Verða sjórinn þá mun þur,
þegar eg hætti að drekka.”