Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 54
52 SAGA
Og ef einlægnin er minni, þá er hún það að eins í sam-
ræmi viS aldarandann.
En úr íslenzku vinnumönnunum, er Canada og
Bandaríkin búin aö smíöa sér bændur og borgamenn,
sem samsvara í bezta lagi aS notagildi ættkjörnum borg-
urum hinnar einu, sönnu þjóSar. Og vinnukonunum
hefir drotni þóknast aS breyta í maddömur, frúr og
lafSir, sem eru búforkar og heimilisprýSi bygSanna, en
tízka og tildur borganna hefir heldur ekkert upp á aS
klaga.
III.
Kraftaverk hefir gerst.
Dásamlegt fyrirbrigSi skeS.
Hlýju, mórauSu peysurnar, löngu og breiSu háls-
treflarnir og stóru stykkjóttu sjölin, sem “Landar” og
“Löndur” skýldu sér meS, og spéfuglarnir skríktu yfir,
en dónarnir dáruSu — alt þetta hefir heimsstjórnin leitt
í tízkulög, nú eftir fimtíu ár.
Þannig verSa síSastir fyrstir.
Nú geta útfæddir og innfæddir hérlendingar: spé-
fuglarnir meS margbrotna trefilinn, dónarnir í þykku
peysunni og fallegu frúrnar innvafSar í stóru sjölunum,
skellihlegiS aS sjálfum sér, fyrir aS taka upp fimtíu
ára gamlan íslenzka móSinn.
IV.
Mórarnir voru kveSnir niSur á Islandi.
Islendingarnir voru kveSnir upp í Vesturheimi.