Saga: missirisrit - 01.06.1926, Blaðsíða 57
SAGA 55
Flestir þeir sem lofa hann upp í eyrun, vita minna
en það.
En annaö þekkja þeir frá fornu fari:
“Kámuga Islendinginn!”
Og sjá! ÞjóSin hér hefir þvegiS hann hvítan, sem
snjó — úr sápulö'Sri hólsins. AuSvitaS gerSi hún. þaS
ekki fyrri en hann af sjálfsdáðum var búinn aS hefja
sig upp úr skurðunum, genginn út úr “húðahúsunum”
og búinn aS varpa af sér kalk- og sandburSinum — alt
erfiðri atvinnu, en sem í raun og sannleika er eins þörf
og heiSarleg og mörg sú, sem minna lýir limina og
minna kámar leppana, en gerir hjartalagiS kolótt og
bíldótt, og hugann flekkóttan og skjöldóttan.
En Islendingnum hérna, er ekki hælt fyrir þaS, hve
mikill snillingur hann er, þótt góSir námshæfileikar hafi
fundist hjá sumum börnum hans, og hann hafi sjálfur
haft sig eins vel áfram og sá næsti. En honum
er hælt fyrir þaS, hve fimlega og fljótt honum hefir
tekist aS hafa hamaskifti. Hann er af hérlendu fólki
látinn njóta þess dásamlega kraftaverks, sem því finst
aS skeS hafi í sköpunar- eSa framþróunarsögunni, og
komiS fram á honum og breytt þessari undrunarverSu
NorSurhafsskepnu í “fínasta” Vesturheimsborgara, sem
ekkert virSist ólíkur öSrum mönnum í sköpulagi, nú orS-
iS, og giftist, kvænist og tengist ættum hinnar einu, sönnu
þjóSar, án þess upp á hann sá klagaS.