Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 64
62 SAGA
átt samleiS, þá verður þjóSræknin aS víkja,” eru prestleg
orS og skiljanleg, eins og högum er háttaS hér.
Ekkert er eölilegra. MaSurinn verSur þaS, sem
hann hugsar og starfar.
Menn lesa ekki vínber af þistlum né rímur úr ritn-
ingunni.
Eddur og bibliur eiga ekki samleiS hjá mönnunum
enn þá, þótt dýrin og guSirnir meti þær aS verSleikum.
X.
Lifandi sögurnar segja, aö stundum hafi þeir, sem
tóku sér auknefniS “Dirty Icelander” í munn, orSiS
aS hrasa ofan af gangstéttum Winnipegborgar, fyrir
sannleiksþrungnum og vel-úti-látnum olnbogaskotum
Landans og smáhnippingum hans. Því í raun og veru var
hann ekki svo skuldseigur, aS hann vildi ekki borga rétt-
mæta skuld, þegar hann vissi hvert gjaldiS átti aö vera
og hvert því bar aS beina.
En Iangt er síSan þetta gerSist. Borgarbragur ann,-
ar og meiri. Önnur viSfangsefni og aörar hnippingar
nú en þá. En sannur Islendingur verSur aldrei svo
skuldseigur, aS hann gleymi til lengdar aS gjalda ó-
goldna skuld.
Vonandi er, aS hann eigi eftir aS ýta þeim frænd-
um sinum ofan af gangstéttinni, sem troSa á hæla hon-
um, og hafa reynt aS hafa skóinn ofan af honum frá
því fyrsta.