Saga: missirisrit - 01.06.1926, Blaðsíða 71
SAGA 69
En hvernig má þetta ske ?
“Það skeöur ei,’’ segja hrakspárnar, og því miSur eru
þeir oft sannsöglustu spáfuglarnir, sem þær gala.
Og hvers vegna getur þetta eigi oröi'S ?
Þaö ber margt til þess, og fleira en hér veröur
taliÖ. Fyrst og fremst skiftar og blendnar skoöanir á
landi, lýö, landkostum, veöráttu, framtiöarmöguleikum,
frelsi og réttindum. Og í ööru lagi misskilningur og smá-
skítlegur metnaöur á báöa bóga. Fyrirlitningin heima
og særöa hégómadýröin hér — þrátt fyrir alt skjallið
og skálaræðurnar, vinafagnaöinn og veizluræðurnar,
krunkið og krummalætin.
Almenn austurför verður vonlausari meö hverju
árinu sem líöur, enda mun hún hafa verið að eins draum-
ur, sem aldrei gat ræzt.
Hálfrar aldar tengitaugar sveitanna, jaröanna, borg-
anna, húsanna og fólksins hér, sem flest er nú orðið vin-
veitt og vænt, hafa bundið flesta fasta á fæti og hönd,
og margan á hug og hjarta. Auömanninn íslenzka
máske fastar en fátæklinginn, þótt ríki maöurinn eigi
hægara með að flytja sig hérna til, úr kuldanum í hitann,
sem geta má nærri að gott sé fyrir hann að venja sig
við. En lazarusinn, sem hvergi festir rætur, má samt
húka í kuldanum alla sína lélegu lífstíð.
En eins og hugsjónamanninum, er ekki nóg að
hugsa fyrir sjálfan sig, án þess að samtíðin fái að sjá
sömu sýnir og honum auðnaðist að koma auga á, þann-
ig verður enginn auðugur Islendingur, sem ekki er al-