Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 77
75
SAGA
líka breyzt, síSan hann hvarf frá því.
Leiti þessir sömu menn sér bústaöar meöal Canada-
manna eöa Bandaríkjamanna, finst þeim oftast nær, aö
þeir eigi ekki heldur heima meðal þeirra þjóöa.
En hverfi þeir aftur inn í hóp íslenzku útlending-
anna, sem svo eru hér ranglega nefndir, þá eru þeir
komnir á rétta hillu. Þá eru þeir í essinu sínu. Meö
þeim eiga þeir alt sameiginlegt. Þeir eru þessi hópur,
og hópurinn er þeir.
Það er auðvitaö hægt að þræta um það, hvort þetta
spor til þjóðmyndunar hafi verið svo þungt stigið af
landlausum Landanum í Vesturheimi, að hægt sé að
glöggva sig fyllilega á því. En jafnvel þótt óhamingj-
unni tækist að koma hér öllu íslenzku fyrir kattarnef,
áður en langt um líður, þá mun seinni tíminn samt geta
séð glögt merki til þessa spors.
Landlausir hafa Islendingarnir myndað hér sérskil-
ið þjóðerni, sem þeir elska miklu dýpra, en þeir gera
sér Ijósa grein fyrir. En það þjóðerni, er eðlilega
bundið óslítandi tengitaugum íslenzka þjóðlífsins, en
einkanlega Islands sjálfs og fornbókmenta þess, á sama
hátt og þessi þjóðmyndun er einnig tengd afarsterkum
böndum, við þjóðfélögin hér, og löndin sem lifað er í.
Hún er reist á arfi, menningu og sálarlífi Islands og
Norður-Ameríku, og hnýtt þeirra hnútum. Hún er eins
sjáifstæð í eðli sínu, og þriðji liturinn og þriðja efnið
er, sem myndast, þegar tveir frumlitir og tvö frumefni
blandast saman. Hún er nýtt blóm og nýr ávöxtur nýrra