Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 81
SAGA
79
Gamli læknirinn.
Eftir E. W. Howe.
Brautin milli Litlagils og Hafurslækjar var svo
bein, aS hvergi sást á bugöa né krókur. Hún var níu
mílna löng og kölluð "Sjödægra’’.
Nafniö hlaut hún sökum þess, aö alla sjö daga vik-
unnar mátti sjá menn við vinnu til beggja handa, þegar
brautin var farin.
Osjálfrátt dáöust allir feröamenn aö fegurð hér-
aðsins á þessu svæði, og svo segja forn munnmæli, að
maður, sem ferðast hafði um allan heim, hafi sagt, að
þar teldi hann fegursta blettinn á jarðríki.
Hvort sem lagt var á Sjödægru frá Litlagili eða
Hafurslæk, þá varð útsýnið eftir þvi fegurra. sem
lengra dró, þangað til komið var á stað, sem nefndist
“Víðsýni”. Þar námu allir ferðamenn staðar — gátu
ekki annað — fegurðin var svo mikil, að hún gagntók
alla.
Hvort sem litið var suður eða norður, austur eða
vestur, mætti auganu svo mikil náttúrufegurð, að ekki
var hægt að segja, hvar fegurst væri.
Sumstaðar er eins og náttúran hafi skapað fagra
bletti, rétt til þess að draga athygli mannanna frá öðrum
ljótum blettum eða ógeðslegum. Hér var ekki því að
heilsa; hér voru allir blettir svo fagrir og fullkomnir