Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 92
90 SAGA
fyrir þig, ef eg væri heilbrigSur, en þú veikur. Eg
samþykki þaö sem þú gerir, og er þér þakklátur fyrir
þaS. Þegar eg sef, þá sef eg þrautlausum og draumlaus-
um svefni. Þegar eg vakna> þá reynir þú aS hressa
mig, og mér tekst að muna þaö, sem þú hefir gert fyrir
mig.
En haltu ekki áfram of lengi. Eg er aö eins til
erfiSleika og hindra þig frá störfum þínum. Eg er
til hrygöar móöur þinni og systrum þínum — og ná-
grönn.unum. Eg er reiöubúinn aö kveöja. Heimurinn
kærir sig ekkert um þá gömlu. Eg veit þetta og finn;
það eru hin eilífu og óumbreytanlegu lög náttúrunnar —
og eg er ánægður. Þessi rigningarnótt er hentug til þess
að kveðja ljós og líf.
Taktu svörtu hestana mína og gömlu l<erruna; þeir
munu flytja mig hættulaust í gegnum náttmyrkrið nú, eins
og þeir hafa svo oft gert áður. Seinasta inntakan, sem
þú gafst mér, var sérstaklega sterk; eg fann áhrif henn-
ar betur en nokkru sinni áður. Gefðu mér svolítið
meira, Jói minn. Síðasta hugsun mín. skal blessa þig
fyrir alt, sem þú hefir gert fyrir mig.’’
Ungi læknirinn gerði það, sem faðir hans bað hann,
og svo sofnaði sjúklingurinn eftir stundarkorn.
En það átti fyrir honum að liggja að hressast.
Eftir margra vikna nákvæma hjúkrun, fór hann að geta
setið uppi í rúminu, og þar næst að klæðast. Ekki leið
á löngu frá því, þangað til hann gat staulast um flöt-