Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 102
100 SAGA
lýsing á því, sem eg heyrði og sá þetta kvöld.
Næsta dag kom Ölafur Þorsteinsson fiöluleikari til
okkar, sem á heima fjórar mílur frá okkur, og segir:
“Mikill óhappamaöur er eg. Eg misti nú merina
mína í gærkvöldi undir farþegalestina. Og það sem
verst var, eg gat ekki náö í mann til aö skjóta hana fyrri
en klukkan hálf-tólf.”
Gimli, 6. maí, 1926.
Sigríðnr Þorsteinsson.
SVIPUR.
»
Eftir Sóffonías Þorkelsson.
Þegar eg var um tólf ára aldursskeiö, hjá for-
eldrum mínum á Hofsá í Svarfaöardal, var þaö kvöld
eitt á engjaslætti, aö eg var aö hjálpa móöur minni að
bera kvöldmatinn, frá búri til baðstofu. 1 göngunum frá
búrinu til baðstofunnar voru tvær hurðir, og eitt sinn er
viö gengum inn með kvöldmatinn, gekk móðir mín á undan
og fylgdi eg henni fast á hæla, til að komast inn áður
en hurðin félli aftur. En áður en eg komst inn fyrir
hurðina, kom móðir mín aftur á bak í fangið á mér ^
og segir við mig:
“Sérðu þettá?”
Eg leit upp og sá hvar stóð maður að baki bað-
stofuhurðarinnar, sem svaraði tíu fetum, beint fram-
»