Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 103
SAGA 101
undan mér. Hann var allsnakinn og horfSi í skakk-
horn út í vegginn. Eg sá manninn, undarlega ljóst, eins
og þó var fari'ð aS skyggja, og þekti hann strax. Hann
hét Gottskálk og var ráðsmaSur hjá sóknarprestinum
okkar á Völlum í SvarfaSardal. Ma'Sur þessi var aö
mörgu leyti mjög einkennilegur. Og sá sem einu sinni
haföi séö hann, gat honum trauöla gleymt. Hann. var
maöur stórskorinn í andliti og alvarlegur, með mjög
mikinn og stinnan hökutopp, sem stóö beint fram.
Sjón þessi getur ei hafa varað meira en þriöja part
úr mínútu, því viö hopuðum strax úr göngunum og
inn í búriö og vissum að hér var eitthvað óvanalegt á
ferðinni, því við höfðum frétt að Gottskálk þessi lægi
þungt haldinn í lungnabólgu, enda varð okkur báðum
felmt við.
Rétt í þessu er drepið á bæjardyrnar og varð okkur
ekki fljótt til útgöngu. Þó gegndum við dyrunum og
var þar kominn presturinn frá Völlum, að segja okkur
lát Gottskálks ráðsmanns síns, sem hafði dáið þá um
daginn, og einnig hafði hann erindi við föður minn í
tilefni af jarðarförinni. Mig minnir að hann kæmi að
fá lánaða líkkistu hjá fÖður mínum, sem hann átti.
Gottskálk ráðsmaður, var einn þeirra gömlu og góðu
karla, sem var kaldur og snarpur ytra, en hlýr og mjúk-
ur, þegar inn úr skrápnum kom. Hann var trygðatröll,
og trúmenska og einlægni einkendu störf hans.
Aldrei sýndi Gottskálk sig eftir þetta svo mér sé
kunnugt.