Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 106
104 SAGA
í þetta sinn, því í staöinn fyrir steininn, sem er á leið-
inu 'hennar, var annar kominn, mörgum sinnum stærri
og þakinn með vafningsviði, en nafnið hennar stóð þar
skýrt og á hann var ennfremur letrað : “Sælir eru hrein-
hjartaðir, því þeir munu guð sjá”.
Fratnanskráðir draumar eru allir' stuttir, og eru
ráðnir nú þegar. Ymsa fleiri drauma hefir mig dreymt,
sem eru annaðhvort of “prívat’’, til þess að koma fyrir
almennings sjónir, eða of langir og flóknir, en oft hefl
eg síðar þekt fólk og iandslag, eins og það hefir áður
komið mér fyrir sjónir í draumum.
SJÓBÚÐARSÝNIN.
Handrit M. Ingimarssonar.
Það er upphaf þessarar sögu, aö maður hét Guð-
mundur og var Bjarnason, frá Vatnshorni í Skorradal.
Hann átti lengi heima í Móhúsum, og síðar á Vegamót-
um við Reykjavík. Guðmundur þessi, sem er dáinn
fyrir allmörgum árum, var góður veiðimaður og mikill
hestamaður, og var oft fylgdarmaður innlendra og út-
lendra ferðamanna.
Eitt sinn bar svo við um bjarta vornótt, að Guð-
mundur var einn á ferð úr Hafnarfirði og suður á
Vatnsleysuströnd og hafði tvo til reiðar. Um nóttina
kom hann að Hvassahrauni. Fkki vildi hann vekja upp