Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 107
SAGA 105
fólkiS, en langaði til að hvíla sig og hestana, svo hann
lét þá inn í hesthús en hugöist sjálfur að láta fyrirber-
ast þar í sjóbúð unz fólkið kæmi á fætur. En þegar hann,
lýkur upp búðinni, eru þar fimm eða sex manns fyrir, allir
að hengja upp skinnklæði sín. Hann ávarpar þá og kast-
ar á þá kveðju, en enginn tók undir við hann, en, smá-
hurfu sjónum hans, einn eftir annan, og liðu burt sem
reykur.
Guðmundur var einn þeirra manna, sem ekki kunni
að hræðast. Samt yfirgaf hann sjóbúðina og var hjá
hestunum, þar til farið var á fætur. En mjög skömmu
áður en þetta bar við, hafði orðið skipskaði í Hvassa-
hrauni.
Frá þessu sagði Guðmundur konu sinni og börnum
n.okkru síðar. En heimildarmaður minn að sögunni er
Jónas, sonur þessa Guðmundar Bjarnasonar, sannorður
maður og yfirlætislaus.
KIRKJAN í STEINSHOLTINU.
Handrit Þorrkabíts.
Maður, sem Þóroddur hét, bjó á Eitla-Kroppi í
Flókadal í Borgarfjarðarsýslu um aldamótin 1800. Þá
var venja að messa árla morguns á jóladaginn. Lagði
Þóroddur því á stað til kirkjunanr löngu fyrir dag. Því
leiðin er löng að Reykholti, sem var kirkjustaðurinn.
Leið hans lá um svonefndan Skáneyjarflóa. I hallanum