Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 108
106 SAGA
fyrir ofan flóann er klettaholt, sem nefnt er Steinsholt.
Er þaS hátt þeim megin, sem aS flóanum snýr. Þegar
Þóroddur er kominn móts við holtið — en hann gekk
nærri því — sýnist honum þar vera kirkja, öll uppljóm-
uS af ljósum. Dyrnar voru opnar og sér hann prest
fyrir altarinu, skrýddan messuskrúSa, miklu fegurri og
tilkomumeiri en hann hafSi áSur séS. Öll voru sætin þétt
skipuS fólki. Var bæSi klæSnaSur þess og kirkjan viS-
hafnarmeiri, en hann hafSi átt aS venjast. VeriS var aS
syngja, og fanst honum söngurinn bæSi fagur og hljóm-
þýSur, en engin orSaskil gat hann greint. StóS hann
þarna litla stund. Þegar söngurinn hætti, heyrSi hann
prestinn lesa eitthvaS, en ekki skildi hann eitt orS af
því. ByrjaSi svo sálmasöngurinn aftur. Ekki kannaSist
hann viS lögin, sem sungin voru, en Hkir virtust honum
messusiSir því, sem þá tiSkuSust. Vildi nú Þóroddur ekki
tefja lengur og hélt áfram; en þegar hann var kominn
fáa faSma, leit hann til holtsins, en sá þá ekkert nema
klettana, eins og þeir áttu aS sér aS vera.
Þóroddur þessi var af öllum talinn vandaSur og
gætinn maSur, og álitu því allir, aS hon.um hefSi sýnst
þetta og heyrst, hverjar sem orsakir lægju til þess.
UPPRUNI ÞORGEIRSBOLA.
Handrit Þorstein3 smitSs Sigurössonar frá SautSárkrók.
Þegar Bólu-Hjálmar var ung-fullorSinn hjá fóstru
sinni á DálksstöSum viS EyjafjörS, bar þaS viS á túna-