Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 110
108
SAGA
Frá fyrri dögum.
I gamla daga, þegar NorSvesturland Canada var að
byggjast, og verið var aS leggja járnbrautirnar yfir
þvert og endilangt landiS, var oft litið um atvinnu í bæj-
um og borgum. Svo var einnig í Winnipeg. LeitaSi
fjöldi daglaunamanna þaSan um sumartímann út á lands-
bygSina, og störfuöu margir þeirra við járnbrautar-
gerðina.
Islendingarnir voru þá nýlega seztir að í landinu,
og fluttust árlega hópar af þeim vestur. Voru þeir mjög
fátækir á þeim árum, eins og raunar meginþorri þeirra
sem annara þjóða, er þann dag í dag. Höfðu flestir nóg
með sig, en þó mun hjálpsemin þá hafa veriö almennari
en nú í Winnipeg, eftir því sem sögur segja. Hurfu
margir þeirra úr borginni til fjárafla, þótt þeir yrðu að
fara frá fjölskyldum sínum mörg hundruð mílur vegar, og
skilja börn sín og konur eftir, meira í umsjá guðs og
góðra nágranna, en með þeirri meðvitund, að nægilegt
væri til búsins lagt. Auðvitað var margt ódýrt á þeim
árum, en gjaldmiðillinn var þá lika dýr og kostaði ærið
erfiði, svo hvert centið var oft borgað með ótal svita-
dropum.
Gríma Ardal átti heima í Islendingahverfinu í Winn-
ipeg. Hún var heilsulítil ekkja og átti mörg börn.
Elzti sonur hennar var 16 vetra og hét Kári. Fékk hann