Saga: missirisrit - 01.06.1926, Síða 117
SAGA , 115
sannleikanum samkvæm, og ekkert nema sannleikurinn
sagöur, eins og í öllum góöum Islendingasögum, })á
verður ekki komist hjá því aö geta þess, aö hann heföi
veriö vel til með aö reyna sig viö þá og græöa af þeim
nokkur hundruö dali. Tvöfalda að minsta kosti upphæð
þá, sem hann ætlaði aö færa Grímu móöur sinni. En
kvíðinn fyrir því, að hann kynni aö missa eitthvað af
því, sem hann var búinn að draga saman með súrum
sveita, hafði enn þá oröið óvissri ábatavon og spilalöng-
un yfirsterkari. Enda mátti George ekki heyra slíkt nefnt
á nafn, en að honum gaf Kári sig mest.
Kvöld eitt, þremur dögum áður en Kári ætlaði að
teggja af stað heimleiðis, kom Jim Dalton að máli við
hann, og kveðst vilja gleðja hann svolítið, íslenzka ung-
linginn, ættaðan norðan úr hafsauga, áður en hann
hyrfi alfarinn frá þeim úr fjöllunum, og gaf honum og
fáeinum öðrum í staupinu, en þó í hófi, enda vildi Kári
lítið drekka, þótt hann kynni ekki við að neita al-
gerlega. En, áfengið varð samt til þess, að þegar Jim
talaöi að því, að nú ætti hann að reyna lukkuna að gamn:
sinu, og vita hvort hann gæti ekki nælt sér í fáeina
uukadali, en, hætta strax, ef hepnin yrði honum mótsnú-
ln> þá var varúð Kára ofurseld áhættunni. George var
ekki viðstaddur og gat því ekki aftrað honum. En sjálf-
um fanst Kára ekki vera hundrað í hættunni. Hann gæti
hætt strax, ef hann sæi, að hann ætlaði að tapa, eins og
Jim hafði sagt, svo móðir hans þyrfti ei mikils að sakna.
Og ef hann græddi. Húrra fyrir Eandanum! Þá skyldi