Saga: missirisrit - 01.06.1926, Blaðsíða 118
116 SAGA
móöir hans fá það alt saman, eins og þaö legöi sig.
Svo var farið að spila. En Kári tapaði ekki. Hann
græddi. Einn, tvo, þrjá, fjóra, fimm, tiu, tuttugu, þrjá-
tíu, fjörutíu, fimtíu dali. Hann var í sjöunda himni. Nú
væri honum óhætt að spila. Hann átti fyrir þvi, þó
hann tapaði. Honum kom ekki til hugar að hætta.
Það væri víst ekki heldur sanngjarnt, að gefa
ekki samspilamönnum sínum tækifæri. Ekki væri
það riddaralegt af Islendingi. En nú fór hann að tapa,
og það tálgaðist af honum eins fljótt og það hafði að
honum oltið. Þeir hurfu, einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,
tíu, tuttugu, þrjátíu, fjörutíu og fimtíu dalir. Nú vissi
hann, að hann átti að hætta. En hann gat það ekki, og
tapið hélt áfram: fimm, tuttugu, fimtíu og — hundrað.
Hundrað dalir tapaðir! Hann varð að ná þeim aftur,
hvað sem það kostaði, en það tókst ekki. Hann tapaði
öllu, sem hann hafði — aleigunni hennar móður sinnar.
Enginn vildi lána honum, og þá var sjálfhætt. Vor-
og sumarkaupinu öllu eytt á örlítilli stundu. Hann sjálfur,
móðirin og systkinin máttu nú allslaus horfa fram á
harðan og heljarlangan Manítóbaveturinn. Hann herti
sig að láta ekki spilabræður sína sjá geðshræringu sína
og tár, sem læddust fram í augun, stóð þegjandi upp
og skjögraði heim i bálkinn sinn. Þar grúfði hann sig
niður í sárustu örvæntingu, og grét lengi vonlausum
gráti. Honum fanst hann hafa drýgt svo stóran glæp,
að hvorki móðir hans né guð almáttugur, gætu nokk-
urntíma fyrirgefið honum. Hann gat engan beðið fyrir-