Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 125
SAGA 123
“Ætli hann hafi ekki heldur hugsað sem svo, aiS
þegar þú heföir ekkert annaö betra aö drekka, þá væri
þó betra aö hafa vatniö heldur en ekkert,” mælti George,
sem ætíö þótti blávatniö bragölaust og saösemdarlítið.
“L,íklega er þetta rétt hjá þér, að hann hafi gefið
mér drykkjarhylkið, til að nota það, ef í nauðirnar ræki.
Mér þykir að minsta kosti vænt um báða gripina og skil
þá aldrei við mig.”
1 þessu bar Kára að. Hann var dapur og rauðeygð-
ur af gráti. Það var eins og æskumátturinn hefði yfir-
gefið hann á einni nóttu. Hve nær sem maðurinn missir
trúna á sjálfan sig, verður hann gamall. Kári þjáðist
ekki einungis sem sá maður, sem steypir sjálfum sér í
glötun, heldur sem sá, sem ástvini sína dregur einnig
með sér ofan. í eymdina og líður kvalir þeirra allra. Nú
þegar vonin var horfin um að geta bjargað móður sinni
og systkinunum frá óumræðilegri örbirgð og basli, og
glaðar hugsanir gátu ei lengur lyft undir starf hans, varð
verkið honum svo þungt, að honum fanst hann myndi
vanmegnast. Það var eins og allur lúinn, frá því um
vorið að hann byrjaði, hefði leynst einhversstaðar í lik-
ama hans, og læddist nú alt í einu upp á herðar hon-
um og ætlaði að sliga hann niður með margra vætta
þyngd.
George kynti Kára ferðamanninum, sem horfði lengi
a drenginn og heilsaði honum hlýlega. Svo tók Mr.
Thorndale til má1s:
"Félagi þinn hefir sagt mér, að þig langi til að