Saga: missirisrit - 01.06.1926, Síða 127
SAGA 125
annaShvort stærsti guSsmaSur eöa þá hundheiSinn fals-
ari — en góSur maSur gæti hann veri'S, hvort heldur sem
væri.
Aður en þeir félagar lögSust til hvíldar, hét Kári
George því, að skrifa honum fréttirnar, þegar til Winni-
peg kæmi, og George sagði aö ekki skyldi standa á sér
aS svara bréfinu.
Morguninn eftir, góSri stundu fyrir venjulegan fóta-
ferðartíma, kom Mr. Thorndale að vekja Kára, en þess
þurfti ekki meS. Vonin og vonleysiS höfSu togast svo
sterklega á í hugsun hans, aS svefninum var ekki til neins
aS reyna aS komast þar nálægt alla nóttina.
Eftir örfáar mínútur voru þeir lagSir af staS til
næstu vagnstöSva. Kári tók eftir því aS förunautur hans
bar skeinur í andliti og á höndum. Hann var viss um
aS hvorttveggja hafSi veriS heilt kvöldiS áSur, en hon-
um fanst þaS of nærgöngult aS spyrja um orsökina.
Hann vissi ekki einu sinni, hvort þeir Jim Dalton hefSu
spilaS saman um nóttina eSa ekki, en helzt fanst hon-
um þaS líklegast, aS svo myndi hafa veriS, þrátt fyrir
viSvörun George félaga síns, og af því myndi missmíS-
iS stafa, því hann hafSi vitaS til þess, aS stundum endaSi
skemtunin í blóSugum hnefaleik og jafnvel í vopnaviS-
skiftum, þó þaS væri fátíSara.
Förunautur Kára var þögull fyrsta sprettinn. En
er þeir höfSu gengiS tímakorn, tók hann aS spyrja Kára
um eigin hagi, og spurSi svo nákvæmlega um föSur hans,